Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 19:36 Hátt í fimmtán ár eru frá því að Guðmundur óskaði eftir leyfi til niðurrifs. Þá var húsið að þolmörkum komið og miklar rakaskemmdir hafa fundist. Heimildin fékkst hins vegar aldrei og húsið fékk að grotna niður og er nú algjörlega ónýtt. Vísir/Arnar Halldórsson Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“ Reykjavík Húsavernd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira