„Pabbi barnanna minna var farinn“ Sylvía Hall og Frosti Logason skrifa 17. maí 2021 21:30 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir segir ekkert geta undirbúið fólk undir það áfall sem fylgir því að missa ástvin í sjálfsvígi. Vísir/stöð 2 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir er ráðgjafi sem hefur í fimmtán ár starfað við að hjálpa fólki að komast út úr áföllum, kvíða og þunglyndi. Í því starfi hefur hún reglulega unnið með aðstandendum fólks sem hefur farið í sjálfsvígum en því fylgir nær undantekningalaust gríðarlegt áfall þeirra sem eftir standa og mikið af óuppgerðum hugsunum með tilheyrandi kvíða og stundum sjálfsásökunum. Allar þessar tilfinningar þekkir Sigurbjörg sjálf af eigin raun því fyrir sex árum svipti fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Halldór Birgir Jóhannsson, sig lífi. Sigurbjörg segir það kosta gríðarlega vinnu að komast út úr slíku áfalli og að raun jafni fólk sig aldrei fullkomlega. Með góðri hjálp sé hægt að lifa með sorginni. Þá segir hún að þrátt fyrir að hafa starfað lengi sem ráðgjafi á þessu sviði þá hafi hún upplifað að það sé í raun ekkert sem geti undirbúið fólk undir áfall eins og það sem reið yfir fjölskyldu hennar í apríl mánuði árið 2015. „Ég man þennan dag alveg mjög vel, og eins og allir sem upplifa áföll get ég lýst því í smáatriðum hvernig þessi dagur var. Þetta er eitt það skelfilegasta sem ég hef upplifað. Það er eitt að fá áfall sjálfur en það er allt annað að vita að maður þarf að tilkynna börnunum sínum svona hluti.“ Halldór og Sigurbjörg áttu þrjú börn saman. Börn Sigurbjargar og Halldórs voru á aldrinum fimm, ellefu og sextán ára þegar pabbi þeirra dó.Aðsend „Hvernig get ég verndað börnin mín?“ Sigurbjörg og Halldór höfðu skilið árið 2013 en samskipti þeirra voru alltaf góð og engan grunaði í raun að neitt væri að. Halldór var að sögn Sigurbjargar einstaklega vandaður og góður maður. Mikill afreksmaður í íþróttum en hafði þó fengið sinn skerf af áföllum. Sigurbjörg segir Halldór greinilega hafa borið harm sinn í hljóði, en það er ekki óalgengt hjá karlmönnum að hennar sögn. Börn Sigurbjargar og Halldórs voru á aldrinum fimm, ellefu og sextán ára þegar pabbi þeirra dó og segist Sigurbjörg hafa verið gjörsamlega ráðþrota gagnvart því hvernig hún átti að tilkynna þeim þessi voveiflegu tíðindi. „Það er bara ekki hægt í rauninni. Þegar maður verður fyrir svona stóru áfalli, maður dofnar upp og fer held ég í hálfgerða afneitun til þess að lifa af. Þegar þú átt börn með einhverjum og viðkomandi fellur svona frá, það eina sem ég hugsaði var: Hvernig get ég verndað börnin mín í þessum hörmulega atburði? Það er einhvern veginn þannig í þessu samfélagi sem við búum í að það er í rauninni ekkert sem fer í gang. Það er enginn sem er að grípa mann,“ segir Sigurbjörg en bætir þó við að hún sé þakklát fyrir aðkomu presta í svona málum. „Ég ætla bara að segja það hér að ég er rosalega fegin að það eina sem fór sjálfkrafa af stað var að það kom prestur, og ég er svo þakklát fyrir það því þú þarft stuðning þegar þú ert að fara í gegnum svona stórt áfall – bæði maður sjálfur og líka börnin.“ Yfirgengileg sorg og lífshræðsla Sigurbjörg segir enga leið til að vita hvernig sé rétt að bregðast við, og í raun sé ótrúlegt að fólk þrauki í slíkum aðstæðum. „Hvað á ég að segja og hvað á ég að gera? Hvernig á ég að segja þetta og hvernig á ég að útskýra? Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki að maður hafi staðið í lappirnar, ef ég á að vera alveg heiðarleg. Börnin manns bara brotna líka og það er venjulegt þegar maður er mamma eða pabbi, að þá vill maður bara getað lagað ef barnið finnur til. Þetta er eitthvað sem ég get aldrei lagað.“ „Þegar maður verður fyrir svona stóru áfalli, maður dofnar upp og fer held ég í hálfgerða afneitun til þess að lifa af.“Vísir/stöð 2 Þó að fyrstu viðbrögð Sigurbjargar hafi verið að vernda börnin þá hafi áfallið fyrir hana sjálfa verið það erfiðasta sem hún hafi nokkurn tímann upplifað. „Ég náttúrulega fékk algjört áfall og ég held að maður hafi upplifað allan tilfinningaskalann, en ekkert endilega allt í einu. Það fyrsta sem var – það voru börnin. Tilfinningin og sorgin er yfirgengileg. Mér fannst ég ekki sjá fram úr því; pabbi barnanna minna var farinn,“ segir Sigurbjörg. Eftir fráfall Halldórs hafi hún orðið lífshrædd, enda hafi hún vitað að ef eitthvað kæmi fyrir hana væru börn hennar án foreldra. „Þetta er eitthvað sem ég óska engum að þurfa að upplifa.“ Ekki minna áfall að vera sögð bera einhverja ábyrgð á andlátinu Sigurbjörg segist vera ótrúlega þakklát fyrir þá reynslu sem hún hafði aflað sér í starfi sínu sem áfallaráðgjafi þegar þetta gerðist, en þar hafði hún þó einhver verkfæri til að vinna með og til að geta verið til staðar fyrir börnin sín. Hún hafi strax gert sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að börnunum og vinna úr tilfinningum þeirra því ef ekkert er að gert í svona tilfellum getur áfallið bara einfaldlega bara orðið að einhverjum öðrum líkamlegum sjúkdómum. „Þegar þú átt börn með einhverjum og viðkomandi fellur svona frá, það eina sem ég hugsaði var: Hvernig get ég verndað börnin mín í þessum hörmulega atburði?“Aðsend „Ég fór í svona survival mode og bara lokaði og setti börnin mín í forgang. Þannig var það fyrst um sinn og það er ekki fyrr en það eru að verða tvö ár frá því að hann deyr að ég crasha.“ Sigurbjörg segir algengt í svona málum að fólk upplifi allan tilfinningaskalann. Söknuð, sorg, reiði og jafnvel sjálfsásakanir. Það sé hluti af sársaukanum sem allir fari í gegnum. Hún sjálf og börnin hennar hafi öll upplifað þessar tilfinningar og allir hafi hugsað hvað ef ég hefði gert meira af þessu eða hinu og svo framvegis. Það sé þó mikilvægt að muna að sjálfsvíg eru aldrei á ábyrgð annarra, þau séu afleiðing andlegra veikinda viðkomandi og ekki hægt að skrifa þau á neitt annað. En síðan er hitt, segir Sigurbjörg og það er þegar einhver annar ásakar mann, því það er líka eitthvað sem gerist því fólk hefur tilhneigingu til að vilja færa sársaukann sinn yfir á aðrar manneskjur í þessum aðstæðum. „Ég upplifði það eftir þetta að ég heyrði það út undan mér. Það var ekkert minna áfall. Einhver sem þér þykir vænt um eða átt börn með, þetta er það síðasta sem maður hefði viljað. Þetta hjálpar aldrei því ég í þessari stöðu með þrjú börn og fjölskyldan mín úti á landi, þetta er það síðasta sem maður þarf á að halda þegar maður fer í gegnum svona skelfilegt áfall. Ef það er eitthvað sem fólk þarf í svona, þá er það stuðningur.“ Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á þrjátíu árum Sem fyrr segir hefur Sigurbjörg starfað sem ráðgjafi á þessu sviði í 15 ár. Hún vinnur hjá Lausninni og það er reynsla hennar að mikilvægt sé að tala opinskátt um þessi mál. Hún segir að samfélagið megi ekki líta á sjálfsvíg sem einhverskonar tabú og til að opna á umræðuna hefur Sigurbjörg núna gert heimildarmyndina Þögul tár sem er sjálfsvígsforvarnarmynd sem sýnd verður á sjónvarpi Símans næsta miðvikudagskvöld. Í myndinni eru bæði viðtöl við aðstandendur og fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraunir. Þar er einnig lesið upp úr raunverulegum sjálfsvígsbréfum en Sigurbjörg segir rauða þráðinn í slíkum bréfum vera þann að fólk er í langflestum tilfellum að biðja þá sem eftir eru að dæma sig ekki eða ásaka. „Maður þarf einhvern veginn að meðtaka að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og þetta var eitthvað sem maður vildi alls ekki. Maður vill þetta alls ekki, hvorki fyrir börnin sín né neinn sem stendur að þessum einstaklingi. Þetta er hörmulegt. Ferlið til að komast á þann stað, að finna einhverja leið til að sættast við þetta hörmulega áfall – það er það sem maður þarf á endanum að gera.“ Í myndinni kemur einnig fram sláandi tölfræði um stétt lögreglumanna á Íslandi en á síðustu 30 árum hafa sautján lögreglumenn fallið fyrir eigin hendi hér á landi. Sigurbjörg segir þetta vera hörmulega staðreynd sem komi henni þó ekki á óvart því hún veit hversu alvarlega þýðingu það hefur að vinna ekki nægilega vel úr áföllum og erfiðum lífsreynslum. „Menn sem vinna í lögreglunni og eru að upplifa hluti, kannski mörgum sinnum á vakt og fara inn í allskonar erfitt og ljótt og eru kannski ekki að fá rétta úrvinnslu, þetta líka hleðst upp. Þeir eru oft að upplifa og sjá oft alveg ofboðslega ljóta hluti. Þeir eru að fara í sjálfsvíg og allskonar ofbeldi, heimilisofbeldi þar sem eru börn og umferðarslys. Alveg oft hrottalegir hlutir. Þetta er eins og þú sért að verða fyrir áfalli, taugakerfið þitt. Þeir eru bara mannlegir eins og við hin, það er engum sem finnst þægilegt að sjá neitt svona þó þeir geti það.“ „Miðað við þessar tölur gef ég mér að það þyrfti að vera betra utanumhald um lögreglumenn og einhvers konar fræðsla, og kannski skylda. Ég veit að það eru eflaust einhverjir verkferlar, og ég er ekki að gera lítið úr því, en ég hugsa að það megi alveg gera betur. Ég hugsa að þetta sé stétt sem þarf að halda verulega vel utan um.“ Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Allar þessar tilfinningar þekkir Sigurbjörg sjálf af eigin raun því fyrir sex árum svipti fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir, Halldór Birgir Jóhannsson, sig lífi. Sigurbjörg segir það kosta gríðarlega vinnu að komast út úr slíku áfalli og að raun jafni fólk sig aldrei fullkomlega. Með góðri hjálp sé hægt að lifa með sorginni. Þá segir hún að þrátt fyrir að hafa starfað lengi sem ráðgjafi á þessu sviði þá hafi hún upplifað að það sé í raun ekkert sem geti undirbúið fólk undir áfall eins og það sem reið yfir fjölskyldu hennar í apríl mánuði árið 2015. „Ég man þennan dag alveg mjög vel, og eins og allir sem upplifa áföll get ég lýst því í smáatriðum hvernig þessi dagur var. Þetta er eitt það skelfilegasta sem ég hef upplifað. Það er eitt að fá áfall sjálfur en það er allt annað að vita að maður þarf að tilkynna börnunum sínum svona hluti.“ Halldór og Sigurbjörg áttu þrjú börn saman. Börn Sigurbjargar og Halldórs voru á aldrinum fimm, ellefu og sextán ára þegar pabbi þeirra dó.Aðsend „Hvernig get ég verndað börnin mín?“ Sigurbjörg og Halldór höfðu skilið árið 2013 en samskipti þeirra voru alltaf góð og engan grunaði í raun að neitt væri að. Halldór var að sögn Sigurbjargar einstaklega vandaður og góður maður. Mikill afreksmaður í íþróttum en hafði þó fengið sinn skerf af áföllum. Sigurbjörg segir Halldór greinilega hafa borið harm sinn í hljóði, en það er ekki óalgengt hjá karlmönnum að hennar sögn. Börn Sigurbjargar og Halldórs voru á aldrinum fimm, ellefu og sextán ára þegar pabbi þeirra dó og segist Sigurbjörg hafa verið gjörsamlega ráðþrota gagnvart því hvernig hún átti að tilkynna þeim þessi voveiflegu tíðindi. „Það er bara ekki hægt í rauninni. Þegar maður verður fyrir svona stóru áfalli, maður dofnar upp og fer held ég í hálfgerða afneitun til þess að lifa af. Þegar þú átt börn með einhverjum og viðkomandi fellur svona frá, það eina sem ég hugsaði var: Hvernig get ég verndað börnin mín í þessum hörmulega atburði? Það er einhvern veginn þannig í þessu samfélagi sem við búum í að það er í rauninni ekkert sem fer í gang. Það er enginn sem er að grípa mann,“ segir Sigurbjörg en bætir þó við að hún sé þakklát fyrir aðkomu presta í svona málum. „Ég ætla bara að segja það hér að ég er rosalega fegin að það eina sem fór sjálfkrafa af stað var að það kom prestur, og ég er svo þakklát fyrir það því þú þarft stuðning þegar þú ert að fara í gegnum svona stórt áfall – bæði maður sjálfur og líka börnin.“ Yfirgengileg sorg og lífshræðsla Sigurbjörg segir enga leið til að vita hvernig sé rétt að bregðast við, og í raun sé ótrúlegt að fólk þrauki í slíkum aðstæðum. „Hvað á ég að segja og hvað á ég að gera? Hvernig á ég að segja þetta og hvernig á ég að útskýra? Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki að maður hafi staðið í lappirnar, ef ég á að vera alveg heiðarleg. Börnin manns bara brotna líka og það er venjulegt þegar maður er mamma eða pabbi, að þá vill maður bara getað lagað ef barnið finnur til. Þetta er eitthvað sem ég get aldrei lagað.“ „Þegar maður verður fyrir svona stóru áfalli, maður dofnar upp og fer held ég í hálfgerða afneitun til þess að lifa af.“Vísir/stöð 2 Þó að fyrstu viðbrögð Sigurbjargar hafi verið að vernda börnin þá hafi áfallið fyrir hana sjálfa verið það erfiðasta sem hún hafi nokkurn tímann upplifað. „Ég náttúrulega fékk algjört áfall og ég held að maður hafi upplifað allan tilfinningaskalann, en ekkert endilega allt í einu. Það fyrsta sem var – það voru börnin. Tilfinningin og sorgin er yfirgengileg. Mér fannst ég ekki sjá fram úr því; pabbi barnanna minna var farinn,“ segir Sigurbjörg. Eftir fráfall Halldórs hafi hún orðið lífshrædd, enda hafi hún vitað að ef eitthvað kæmi fyrir hana væru börn hennar án foreldra. „Þetta er eitthvað sem ég óska engum að þurfa að upplifa.“ Ekki minna áfall að vera sögð bera einhverja ábyrgð á andlátinu Sigurbjörg segist vera ótrúlega þakklát fyrir þá reynslu sem hún hafði aflað sér í starfi sínu sem áfallaráðgjafi þegar þetta gerðist, en þar hafði hún þó einhver verkfæri til að vinna með og til að geta verið til staðar fyrir börnin sín. Hún hafi strax gert sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að börnunum og vinna úr tilfinningum þeirra því ef ekkert er að gert í svona tilfellum getur áfallið bara einfaldlega bara orðið að einhverjum öðrum líkamlegum sjúkdómum. „Þegar þú átt börn með einhverjum og viðkomandi fellur svona frá, það eina sem ég hugsaði var: Hvernig get ég verndað börnin mín í þessum hörmulega atburði?“Aðsend „Ég fór í svona survival mode og bara lokaði og setti börnin mín í forgang. Þannig var það fyrst um sinn og það er ekki fyrr en það eru að verða tvö ár frá því að hann deyr að ég crasha.“ Sigurbjörg segir algengt í svona málum að fólk upplifi allan tilfinningaskalann. Söknuð, sorg, reiði og jafnvel sjálfsásakanir. Það sé hluti af sársaukanum sem allir fari í gegnum. Hún sjálf og börnin hennar hafi öll upplifað þessar tilfinningar og allir hafi hugsað hvað ef ég hefði gert meira af þessu eða hinu og svo framvegis. Það sé þó mikilvægt að muna að sjálfsvíg eru aldrei á ábyrgð annarra, þau séu afleiðing andlegra veikinda viðkomandi og ekki hægt að skrifa þau á neitt annað. En síðan er hitt, segir Sigurbjörg og það er þegar einhver annar ásakar mann, því það er líka eitthvað sem gerist því fólk hefur tilhneigingu til að vilja færa sársaukann sinn yfir á aðrar manneskjur í þessum aðstæðum. „Ég upplifði það eftir þetta að ég heyrði það út undan mér. Það var ekkert minna áfall. Einhver sem þér þykir vænt um eða átt börn með, þetta er það síðasta sem maður hefði viljað. Þetta hjálpar aldrei því ég í þessari stöðu með þrjú börn og fjölskyldan mín úti á landi, þetta er það síðasta sem maður þarf á að halda þegar maður fer í gegnum svona skelfilegt áfall. Ef það er eitthvað sem fólk þarf í svona, þá er það stuðningur.“ Sautján lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á þrjátíu árum Sem fyrr segir hefur Sigurbjörg starfað sem ráðgjafi á þessu sviði í 15 ár. Hún vinnur hjá Lausninni og það er reynsla hennar að mikilvægt sé að tala opinskátt um þessi mál. Hún segir að samfélagið megi ekki líta á sjálfsvíg sem einhverskonar tabú og til að opna á umræðuna hefur Sigurbjörg núna gert heimildarmyndina Þögul tár sem er sjálfsvígsforvarnarmynd sem sýnd verður á sjónvarpi Símans næsta miðvikudagskvöld. Í myndinni eru bæði viðtöl við aðstandendur og fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraunir. Þar er einnig lesið upp úr raunverulegum sjálfsvígsbréfum en Sigurbjörg segir rauða þráðinn í slíkum bréfum vera þann að fólk er í langflestum tilfellum að biðja þá sem eftir eru að dæma sig ekki eða ásaka. „Maður þarf einhvern veginn að meðtaka að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og þetta var eitthvað sem maður vildi alls ekki. Maður vill þetta alls ekki, hvorki fyrir börnin sín né neinn sem stendur að þessum einstaklingi. Þetta er hörmulegt. Ferlið til að komast á þann stað, að finna einhverja leið til að sættast við þetta hörmulega áfall – það er það sem maður þarf á endanum að gera.“ Í myndinni kemur einnig fram sláandi tölfræði um stétt lögreglumanna á Íslandi en á síðustu 30 árum hafa sautján lögreglumenn fallið fyrir eigin hendi hér á landi. Sigurbjörg segir þetta vera hörmulega staðreynd sem komi henni þó ekki á óvart því hún veit hversu alvarlega þýðingu það hefur að vinna ekki nægilega vel úr áföllum og erfiðum lífsreynslum. „Menn sem vinna í lögreglunni og eru að upplifa hluti, kannski mörgum sinnum á vakt og fara inn í allskonar erfitt og ljótt og eru kannski ekki að fá rétta úrvinnslu, þetta líka hleðst upp. Þeir eru oft að upplifa og sjá oft alveg ofboðslega ljóta hluti. Þeir eru að fara í sjálfsvíg og allskonar ofbeldi, heimilisofbeldi þar sem eru börn og umferðarslys. Alveg oft hrottalegir hlutir. Þetta er eins og þú sért að verða fyrir áfalli, taugakerfið þitt. Þeir eru bara mannlegir eins og við hin, það er engum sem finnst þægilegt að sjá neitt svona þó þeir geti það.“ „Miðað við þessar tölur gef ég mér að það þyrfti að vera betra utanumhald um lögreglumenn og einhvers konar fræðsla, og kannski skylda. Ég veit að það eru eflaust einhverjir verkferlar, og ég er ekki að gera lítið úr því, en ég hugsa að það megi alveg gera betur. Ég hugsa að þetta sé stétt sem þarf að halda verulega vel utan um.“
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira