Að lesa landið Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:01 Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjallabyggð Samgöngur Norðausturkjördæmi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar