Að lesa landið Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:01 Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjallabyggð Samgöngur Norðausturkjördæmi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun