„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2021 12:08 Yousef Ingi Tamimi segir að tími yfirlýsinga sé liðinn, nú þurfi íslensk stjórnvöld að setja viðskiptabann á Ísrael. Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira