Mannleg mistök ástæða þess að ísbjörn í Berlín reyndist afkvæmi systkina Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 10:19 Mæðginin Tonya og Hertha í dýragarðinum í Berlín. Getty/Kira Hofmann Forsvarsmenn dýragarðsins í Berlín í Þýskalandi hafa greint frá því að ísbjarnarhúnninn Hertha sé í raun afkvæmi systkina. Segja þeir að ónákvæmni í skjölum sem fylgdu innfluttum ísbjörnum frá Rússlandi til garðsins skýri mistökin. DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna. Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna.
Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira