Hundruð skráð sig vegna málsóknar gegn bönkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 18:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkur hundruð manns hafa ákveðið að taka þátt í málarekstri gegn bönkum vegna lána sem Neytendasamtökin telja ólögmæt. Samtök fjármálafyrirtækja telja óvíst hvort fólkið hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“ Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í hádeginu höfðu um þrjú hundruð manns skráð sig til þess að stefna bönknunum á síðunni vaxtamálið.is sem var opnuð í morgun. Formaður Neytendasamtakanna telur skilmála lána með breytilegum vöxtum ólögmæta þar sem vaxtabreytingar byggi á huglægum mælikvörðum. „En dómar hafa fallið á þann veg að ef það eru svona einhliða skilmálar um að það megi breyta vöxtum, þá verði það að vera mjög skýrt og hlutlægir mælikvarðar sem sé hægt að sannreyna bæði fyrir fram og eftir á,“ segir Breki Karlsson. Hann telur bankana þannig geta byggt ákvarðanir á geðþótta og nefnir sem dæmi hækkanir með tilliti til rekstrarafkomu banka. „Þetta er í rauninni eitthvað sem bankinn getur ákvarðað. Endurnýjað tölvukostinn eða fjárfest vitlaust í stórum fjárfestingum. Og þá getur hann, miðað við þennan skilmála, dömpað þeim kostnaði á lántakanda og það er ekki í boði.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.vísir/Vilhelm Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir bankana hafa talið upplýsingar um lánaskilmála skýrar. „Og það eru gefnar mjög góðar upplýsingar, en spurningin er bara hvort þær séu nægjanlegar,“ segir Katrín og bætir við að það sé hlutverk dómstóla að úrskurða um það nái málið svo langt. Lán með breytilegum vöxtum eru stór hluti lánasafns heimilanna og hvert prósentustig í vöxtum vegur þungt í greiðslubyrði. Katrín segir ómögulegt að segja til um mögulegar endurgreiðslur vegna ofgreiddra vaxta og vísar til þess að vaxtabreytingar síðustu misseri hafi verið til lækkunar. „Það er mjög erfitt að sjá í stóru myndinni hvert tjón neytandas er og hvert umfangið er og hvort það sé tjón yfir höfuð. Það er algjörlega óljóst.“
Íslenskir bankar Neytendur Efnahagsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira