Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 18:44 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í dag. visir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira