Lágmarksréttindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. maí 2021 20:27 Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C. Satt er það: Víða er pottur brotinn í samfélögum Palestínumanna, og ekki bara vegna viðvarandi stríðsreksturs Ísraelsmanna á hendur þeim heldur líka vegna meinsemda á borð við feðraveldi og trúarkreddur með tilheyrandi kúgun, eins og ýmsir hafa bent á. En slíkt réttlætir ekki hóprefsingar Ísraelsmanna. Þó að hópur A kúgi hóp B er ekki þar með sagt að hópur C eigi að leggja hús og fjölskyldur B í rúst. Mannréttindi eru ekki þannig að maður vinni sér þau inn með góðri framkomu, maður þurfi að sanna að maður eigi þau skilið. Við fæðumst til þeirra, öll, hvernig sem við erum, og það á að vera hlutverk alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að þau séu virt. Það eru lágmarksréttindi að geta um frjálst höfuð strokið, geta stundað vinnu og samið um laun fyrir hana, geta tjáð hug sinn án takmarkana, í ræðu eða riti, geta mótmælt, geta menntað sig, geta átt aðgang að vatni, geta ræktað land sitt og geta byggt sér og sínum heimili sem er griðarstaður og skjól. Palestínuþjóðin nýtur ekki þessara réttinda. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Palestína Ísrael Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C. Satt er það: Víða er pottur brotinn í samfélögum Palestínumanna, og ekki bara vegna viðvarandi stríðsreksturs Ísraelsmanna á hendur þeim heldur líka vegna meinsemda á borð við feðraveldi og trúarkreddur með tilheyrandi kúgun, eins og ýmsir hafa bent á. En slíkt réttlætir ekki hóprefsingar Ísraelsmanna. Þó að hópur A kúgi hóp B er ekki þar með sagt að hópur C eigi að leggja hús og fjölskyldur B í rúst. Mannréttindi eru ekki þannig að maður vinni sér þau inn með góðri framkomu, maður þurfi að sanna að maður eigi þau skilið. Við fæðumst til þeirra, öll, hvernig sem við erum, og það á að vera hlutverk alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að þau séu virt. Það eru lágmarksréttindi að geta um frjálst höfuð strokið, geta stundað vinnu og samið um laun fyrir hana, geta tjáð hug sinn án takmarkana, í ræðu eða riti, geta mótmælt, geta menntað sig, geta átt aðgang að vatni, geta ræktað land sitt og geta byggt sér og sínum heimili sem er griðarstaður og skjól. Palestínuþjóðin nýtur ekki þessara réttinda. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar