„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2021 11:31 Erna Kristín er mikil talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira