Síðasta heimsókn Leiknismanna á Hlíðarenda var ógleymanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2021 11:31 Brynjar Hlöðversson lék leikinn eftirminnilega á Hlíðarenda fyrir sex árum. vísir/hulda margrét Valur tekur á móti Leikni í síðasta leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. Síðast þegar Leiknismenn mættu á Hlíðarenda unnu þeir frækinn sigur. Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Leiknir vann 1. deildina 2014 og tryggði sér þar með sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fyrsti leikur Leiknismanna í efstu deild var gegn Valsmönnum á Hlíðarenda 3. maí 2015. Því kvöldi gleyma stuðningsmenn Leiknis eflaust seint. Leiknismenn byrjuðu af fítonskrafti og komust yfir strax á 8. mínútu þegar Kolbeinn Kárason skoraði gegn sínu gamla liði. Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-2 eftir mark frá Sindra Björnssyni og Valsmenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistu Vals með sínu fyrsta marki í efstu deild á 71. mínútu. Ólafur Jóhannesson stýrði Val í fyrsta sinn í þessum leik. Hann rifjaði hann upp í upphitunarþætti Pepsi Max Stúkunnar fyrir þetta tímabil og sagði svo eftirminnilega að Leiknismenn hefði verið búinn að skora þrjú mörk áður en þeir náðu að senda boltann á milli sín. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill hjá Ólafi Jóhannessyni hjá Val eftir tapið fyrir Leikni.vísir/daníel þór Brynjar Hlöðversson og Daði Bærings Halldórsson eru einu leikmenn Leiknis sem eru enn í liðinu frá leiknum gegn Val 2015. Brynjar lék allan leikinn en Daði sat allan tímann á bekknum. Fimm leikmenn Vals í dag voru í byrjunarliðinu í leiknum fyrir sex árum: Haukur Páll Sigurðsson, Patrick Pedersen, Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Orri Sigurður Ómarsson. Mörkin úr þessum eftirminnilega sigri Leiknis á Hlíðarenda í maíbyrjun 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Valur 0-3 Leiknir 2015 Því miður fyrir Leikni náðu þeir ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og unnu aðeins tvo leiki það sem eftir var tímabils og féllu. En Breiðhyltingar eru nú mættir aftur í efstu deild og hafa byrjað tímabilið prýðilega. Þeir unnu Fylkismenn, 3-0, í síðustu umferð og hafa náð sér í fimm stig í fyrstu fjórum umferðunum. Leikur Vals og Leiknis hefst klukkan 20:15 í kvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira