Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 80-50 | Haukar sópuðu Keflavík og mæta Val í úrslitum Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2021 23:00 Haukar eru á leið í úrslit. Vísir/Bára Haukar eru komnir í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna þar sem þær mæta liði Vals. Haukar sópuðu Keflavík í sumarfrí í kvöld með stórsigri á heimavelli. Haukar höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjum einvígisins og leikur þeirra hefur orðið betri og betri með hverjum leiknum undanfarið. Þær byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-8 og heimakonur litu aldrei um öxl eftir það. Keflavík átti í stökustu vandræðum með að skora og augljóst að sjálfstraust leikmanna Keflavíkur var ekki mikið. Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir liði Hauka í sókninni en varnarleikur liðsins var frábær. Þær hafa á að skipa stærra liði en Keflavík og þvinguðu gestina í erfið skot oft á tíðum. Staðan í hálfleik var 41-20 og úrslitin nánast ráðin. Haukar bættu í eftir hlé. Þær náðu mest 35 stiga forystu og leikurinn varð aldrei spennandi. Lokatölur voru 80-50 og var vel fagnað í Ólafssal í leikslok. Haukar fagna.Vísir/Bára Af hverju unnu Haukar? Þær voru einfaldlega betri en Keflavík í öllu þessu einvígi og ekki síst í kvöld. Þær mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og lögðu grunninn að sigrinum strax í byrjun. Á tímabili var eins og lok væri á körfu Hauka því Keflavík gekk ekkert að skora stig. Varnarleikur Hauka var frábær en þrátt fyrir að gestirnir væru oft á tíðum að taka erfið skot þá fóru auðveldu skotin ekki heldur rétta leið. Haukar virðast vera að toppa á réttum tíma. Þær hafa á að skipa frábæru liði og margar sem geta stigið upp og lagt í púkkið. Þessar stóðu upp úr: Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir Haukaliðinu í kvöld og það var svo sannarlega happafengur fyrir Hauka að fá hana til liðs við sig. Systir hennar Bríet var sömuleiðis öflug og Alyesha Lovett skilaði sínu og vel það. Haukaliðið í heild sinni skilaði mjög góðri frammistöðu í kvöld og liðsheildin mun fleyta þeim langt í einvíginu gegn Val. Hjá Keflavík var Daniela Morilllo atkvæðamest en þetta var einfaldlega einn af þeim dögum þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá Keflavíkurliðinu. Hvað gekk illa? Í raun var fátt sem gekk vel hjá Keflavík. Þær hittu afar illa og sóknarleikurinn í heild sinni var mjög þungur og erfiður. Haukarnir fengu að taka mikið af sóknarfráköstum enda erfitt fyrir lið Keflavíkur að spila gegn töluvert hærra liði Haukanna. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í sumarfrí eftir 3-0 tap í einvíginu. Haukar halda hins vegar í úrslitaeinvígi gegn Val sem óhætt er að bíða með mikilli eftirvæntingu. Betra og betra með hverjum leik Bjarni Magnússon er að ná að toppa með Haukaliðið á réttum tíma.Vísir / Bára Bjarni Magnússon þjálfari Hauka var mjög ánægður með sigur hans liðs á Keflavík í kvöld og þá staðreynd að Haukar eru komnir í úrslit Domino´s deildarinnar. „Orkustigið var gott í liðinu og það eru allar að skila í púkkið og leggja sig 100% fram. Á meðan það er þá getum við ekki beðið um meira. Þetta verður betra og betra með hverjum leik.“ Keflavík gekk illa að skora lengst af í kvöld og varnarleikur Hauka var mjög góður. „Hann hefur verið það í öllu einvíginu. Við vissum það, þó við værum komin í 2-0, að um leið og við myndum gefa Keflvíkingum sjálfstraust og hleypa þeim inn í leikinn í byrjun þá gæti þetta orðið leikur. Það var okkar að koma vel stemmdar inn í leikinn og vera grimmar og við náðum því.“ Það gekk heldur betur eftir því staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-8 fyrir Hauka. „Við erum með gott lið og með leikmenn, hvort sem það eru landsliðsmenn eða aðrir, sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og vera hluti af hópnum. Það er það sem við erum að reyna að búa til. Nú erum við búnar að klára þetta og nú förum við að undirbúa einvígi gegn Val.“ Valur vann Fjölni fyrr í kvöld og sópaði því Grafarvogsliðinu út í þremur leikjum. Valur og Haukar voru í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar og því framundan rimma á milli tveggja bestu liða landsins. „Við erum að fara að spila á móti Íslandsmeisturum og liðinu sem allir eru búnir að spá titli löngu fyrir mót. Það er eðlilegt því þær eru með frábæra leikmenn í öllum stöðum og frábæran hóp.“ „Nú er það okkar að koma sterkar inn, andlega og líkamlega og gera okkar allra besta og reyna að ná í þrjá sigra í viðbót í vetur.“ Eitthvað sem gerist sem veldur því að sjálfstraustið í liðinu hrynur Jón Halldór Eðvaldsson verður áfram með Keflavíkurliðið á næstu leiktíð.Vísir / Bára Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var niðurlútur eftir tapið gegn Haukum í kvöld en reyndi þó að horfa til framtíðar þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Haukaliðið kom töluvert betur undirbúið inn í þetta einvígi. Við náðum ekki að undirbúa liðið nægilega vel til að stíga upp eins og við hefðum þurft að gera. Sjálfstraustið var ekki mikið á meðan sjálfstraustið í liði Hauka var í botni.“ „Þjálfarateymi Hauka hefur gert frábæra hluti að ná þeim upp á þetta stig því þær voru ekki þar meirihlutann af vetrinum. Heldur betur eru þær að toppa á réttum tíma og mig langar að hrósa þeim fyrir það. Þessar stelpur í Haukaliðinu voru stórkostlegar á móti okkur og við þoldum það mótlæti illa. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar, ég sem þjálfari og leikmennirnir mínir líka.“ Keflavíkurliðið byrjaði leikinn illa og boltinn vildi ekki ofan í körfuna, enda skoraði liðið aðeins 8 stig í fyrsta leikhluta. „Við hittum mjög illa. Við erum búin að spila alveg eins körfubolta í allan vetur, fyrri hluta mótsins hittum við mjög vel enda unnum við 9 leiki í röð og vorum á fínu róli. Það gerist eitthvað í Covid-pásunni síðast og það væntanlega skrifast á mig.“ „Það er eitthvað sem gerist, sem ég veit ekki hvað er, sem veldur því að sjálfstraustið í liðinu hrynur. Þá hrynur skotnýtingin og þegar þú hittir ekki í körfuna þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki. Við erum með frekar lítið lið og treystum á það að við hittum úr skotunum okkar. Þegar það gerist ekki þá lítur þetta ansi illa út.“ Jón Halldór rýndi aðeins í komandi úrslitaseríu og sagðist vonast eftir frábærri rimmu. „Ég er mikill talsmaður kvennakörfuboltans og hef verið í mörg ár. Það er ekkert skemmtilegra að mæta á körfuboltaleik, hvort sem það eru stelpur eða strákar að spila, þar sem er hörkubarátta, skemmtilegur körfubolti og helst jafnir leikir. Ég vona að við fáum fimm leikja seríu þar sem þetta vinnst á einni körfu í restina.“ „Mér er slétt sama hverjir vinna. Þetta eru frábær lið sem eru að fara að mætast og ég óska báðum liðum alls hins besta í þessu.“ Jón Halldór og Hörður Axel Vilhjálmsson munu halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Ég og Hörður sömdum um daginn um tveggja ára viðveru í viðbót. Við erum að reyna að byggja þetta upp og búa til nýja kynslóð af körfuboltaleikmönnum í Keflavík. Ég held að það gangi nokkuð vel.“ „Ef við tökum Val, Hauka, Skallagrím og Fjölni þá erum við ekki með eins sterk lið á pappír eins og þessi lið. Mér finnst við hafa náð góðum árangri í vetur þó við höfum dottið út hér í kvöld. Það er ekki hægt að sjá fyrir að maður nái ekki að halda þessum dampi og það skrifast einfaldlega á mig og það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um það.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Haukar eru komnir í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna þar sem þær mæta liði Vals. Haukar sópuðu Keflavík í sumarfrí í kvöld með stórsigri á heimavelli. Haukar höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjum einvígisins og leikur þeirra hefur orðið betri og betri með hverjum leiknum undanfarið. Þær byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-8 og heimakonur litu aldrei um öxl eftir það. Keflavík átti í stökustu vandræðum með að skora og augljóst að sjálfstraust leikmanna Keflavíkur var ekki mikið. Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir liði Hauka í sókninni en varnarleikur liðsins var frábær. Þær hafa á að skipa stærra liði en Keflavík og þvinguðu gestina í erfið skot oft á tíðum. Staðan í hálfleik var 41-20 og úrslitin nánast ráðin. Haukar bættu í eftir hlé. Þær náðu mest 35 stiga forystu og leikurinn varð aldrei spennandi. Lokatölur voru 80-50 og var vel fagnað í Ólafssal í leikslok. Haukar fagna.Vísir/Bára Af hverju unnu Haukar? Þær voru einfaldlega betri en Keflavík í öllu þessu einvígi og ekki síst í kvöld. Þær mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og lögðu grunninn að sigrinum strax í byrjun. Á tímabili var eins og lok væri á körfu Hauka því Keflavík gekk ekkert að skora stig. Varnarleikur Hauka var frábær en þrátt fyrir að gestirnir væru oft á tíðum að taka erfið skot þá fóru auðveldu skotin ekki heldur rétta leið. Haukar virðast vera að toppa á réttum tíma. Þær hafa á að skipa frábæru liði og margar sem geta stigið upp og lagt í púkkið. Þessar stóðu upp úr: Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir Haukaliðinu í kvöld og það var svo sannarlega happafengur fyrir Hauka að fá hana til liðs við sig. Systir hennar Bríet var sömuleiðis öflug og Alyesha Lovett skilaði sínu og vel það. Haukaliðið í heild sinni skilaði mjög góðri frammistöðu í kvöld og liðsheildin mun fleyta þeim langt í einvíginu gegn Val. Hjá Keflavík var Daniela Morilllo atkvæðamest en þetta var einfaldlega einn af þeim dögum þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá Keflavíkurliðinu. Hvað gekk illa? Í raun var fátt sem gekk vel hjá Keflavík. Þær hittu afar illa og sóknarleikurinn í heild sinni var mjög þungur og erfiður. Haukarnir fengu að taka mikið af sóknarfráköstum enda erfitt fyrir lið Keflavíkur að spila gegn töluvert hærra liði Haukanna. Hvað gerist næst? Keflavík er komið í sumarfrí eftir 3-0 tap í einvíginu. Haukar halda hins vegar í úrslitaeinvígi gegn Val sem óhætt er að bíða með mikilli eftirvæntingu. Betra og betra með hverjum leik Bjarni Magnússon er að ná að toppa með Haukaliðið á réttum tíma.Vísir / Bára Bjarni Magnússon þjálfari Hauka var mjög ánægður með sigur hans liðs á Keflavík í kvöld og þá staðreynd að Haukar eru komnir í úrslit Domino´s deildarinnar. „Orkustigið var gott í liðinu og það eru allar að skila í púkkið og leggja sig 100% fram. Á meðan það er þá getum við ekki beðið um meira. Þetta verður betra og betra með hverjum leik.“ Keflavík gekk illa að skora lengst af í kvöld og varnarleikur Hauka var mjög góður. „Hann hefur verið það í öllu einvíginu. Við vissum það, þó við værum komin í 2-0, að um leið og við myndum gefa Keflvíkingum sjálfstraust og hleypa þeim inn í leikinn í byrjun þá gæti þetta orðið leikur. Það var okkar að koma vel stemmdar inn í leikinn og vera grimmar og við náðum því.“ Það gekk heldur betur eftir því staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-8 fyrir Hauka. „Við erum með gott lið og með leikmenn, hvort sem það eru landsliðsmenn eða aðrir, sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og vera hluti af hópnum. Það er það sem við erum að reyna að búa til. Nú erum við búnar að klára þetta og nú förum við að undirbúa einvígi gegn Val.“ Valur vann Fjölni fyrr í kvöld og sópaði því Grafarvogsliðinu út í þremur leikjum. Valur og Haukar voru í tveimur efstu sætum deildarkeppninnar og því framundan rimma á milli tveggja bestu liða landsins. „Við erum að fara að spila á móti Íslandsmeisturum og liðinu sem allir eru búnir að spá titli löngu fyrir mót. Það er eðlilegt því þær eru með frábæra leikmenn í öllum stöðum og frábæran hóp.“ „Nú er það okkar að koma sterkar inn, andlega og líkamlega og gera okkar allra besta og reyna að ná í þrjá sigra í viðbót í vetur.“ Eitthvað sem gerist sem veldur því að sjálfstraustið í liðinu hrynur Jón Halldór Eðvaldsson verður áfram með Keflavíkurliðið á næstu leiktíð.Vísir / Bára Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var niðurlútur eftir tapið gegn Haukum í kvöld en reyndi þó að horfa til framtíðar þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Haukaliðið kom töluvert betur undirbúið inn í þetta einvígi. Við náðum ekki að undirbúa liðið nægilega vel til að stíga upp eins og við hefðum þurft að gera. Sjálfstraustið var ekki mikið á meðan sjálfstraustið í liði Hauka var í botni.“ „Þjálfarateymi Hauka hefur gert frábæra hluti að ná þeim upp á þetta stig því þær voru ekki þar meirihlutann af vetrinum. Heldur betur eru þær að toppa á réttum tíma og mig langar að hrósa þeim fyrir það. Þessar stelpur í Haukaliðinu voru stórkostlegar á móti okkur og við þoldum það mótlæti illa. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar, ég sem þjálfari og leikmennirnir mínir líka.“ Keflavíkurliðið byrjaði leikinn illa og boltinn vildi ekki ofan í körfuna, enda skoraði liðið aðeins 8 stig í fyrsta leikhluta. „Við hittum mjög illa. Við erum búin að spila alveg eins körfubolta í allan vetur, fyrri hluta mótsins hittum við mjög vel enda unnum við 9 leiki í röð og vorum á fínu róli. Það gerist eitthvað í Covid-pásunni síðast og það væntanlega skrifast á mig.“ „Það er eitthvað sem gerist, sem ég veit ekki hvað er, sem veldur því að sjálfstraustið í liðinu hrynur. Þá hrynur skotnýtingin og þegar þú hittir ekki í körfuna þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki. Við erum með frekar lítið lið og treystum á það að við hittum úr skotunum okkar. Þegar það gerist ekki þá lítur þetta ansi illa út.“ Jón Halldór rýndi aðeins í komandi úrslitaseríu og sagðist vonast eftir frábærri rimmu. „Ég er mikill talsmaður kvennakörfuboltans og hef verið í mörg ár. Það er ekkert skemmtilegra að mæta á körfuboltaleik, hvort sem það eru stelpur eða strákar að spila, þar sem er hörkubarátta, skemmtilegur körfubolti og helst jafnir leikir. Ég vona að við fáum fimm leikja seríu þar sem þetta vinnst á einni körfu í restina.“ „Mér er slétt sama hverjir vinna. Þetta eru frábær lið sem eru að fara að mætast og ég óska báðum liðum alls hins besta í þessu.“ Jón Halldór og Hörður Axel Vilhjálmsson munu halda áfram með liðið á næsta tímabili. „Ég og Hörður sömdum um daginn um tveggja ára viðveru í viðbót. Við erum að reyna að byggja þetta upp og búa til nýja kynslóð af körfuboltaleikmönnum í Keflavík. Ég held að það gangi nokkuð vel.“ „Ef við tökum Val, Hauka, Skallagrím og Fjölni þá erum við ekki með eins sterk lið á pappír eins og þessi lið. Mér finnst við hafa náð góðum árangri í vetur þó við höfum dottið út hér í kvöld. Það er ekki hægt að sjá fyrir að maður nái ekki að halda þessum dampi og það skrifast einfaldlega á mig og það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um það.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti