Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:00 Benzema mun klæðast frönsku treyjunni í fyrsta sinn í sex ár í sumar. vísir/getty Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu. Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15