Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:00 Benzema mun klæðast frönsku treyjunni í fyrsta sinn í sex ár í sumar. vísir/getty Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu. Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15