Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 14:58 Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvardóttur skömmu eftir að þau fluttu inn. Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði. Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði.
Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent