Bayern München einum sigri frá titlinum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 13:25 Karólína Lea kom ekki við sögu í dag. Getty/Sebastian Widmann Bayern München, lið Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, vann 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Liðið er í kjörstöðu í titilbaráttunni fyrir lokaumferð deildarinnar. Bayern München var með 55 stig á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins, tveimur stigum á undan Wolfsburg sem var sæti neðar. Ljóst var að sigur Bæjara samhliða tapi eða jafntefli hjá Wolfsburg myndi duga þeim til Þýskalandstitilsins. Bayern kláraði sitt verkefni í Íslendingaslagnum við Bayer Leverkusen. Þýska landsliðskonan Lea Schüller kom Bayern yfir á 38. mínútu og Maria Hegenring tvöfaldaði þá forystu snemma í síðari hálfleiknum. Hin franska Viviane Asseyi skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, áður en Schüller innsiglaði 4-0 sigur Bæjara undir lok leiks með sínu öðru marki. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu níu mínúturnar í liði Bayern og þá er Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen, ólétt og mun ekki leika með liðinu á þessu ári. Eftir sigurinn þurfti Bayern að bíða tíðinda frá Frankfurt þar sem Wolfsburg var í heimsókn. Wolfsburgar-liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Eintracht Frankfurt en tókst að knýja fram 3-2 sigur. Munurinn á toppliðunum er því sem fyrr tvö stig og munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þann 6. júní. Bayern München mætir þá liði Frankfurt á heimavelli en Wolfsburg fær Werder Bremen í heimsókn. Wolfsburg hefur unnið þýska titilinn fjögur ár í röð og Bayern hlotið silfur öll árin fjögur. Árin tvö á undan því varð Bayern meistari, tímabilin 2014-15 og 2015-16. Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Bayern München var með 55 stig á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins, tveimur stigum á undan Wolfsburg sem var sæti neðar. Ljóst var að sigur Bæjara samhliða tapi eða jafntefli hjá Wolfsburg myndi duga þeim til Þýskalandstitilsins. Bayern kláraði sitt verkefni í Íslendingaslagnum við Bayer Leverkusen. Þýska landsliðskonan Lea Schüller kom Bayern yfir á 38. mínútu og Maria Hegenring tvöfaldaði þá forystu snemma í síðari hálfleiknum. Hin franska Viviane Asseyi skoraði þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, áður en Schüller innsiglaði 4-0 sigur Bæjara undir lok leiks með sínu öðru marki. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu níu mínúturnar í liði Bayern og þá er Sandra María Jessen, leikmaður Leverkusen, ólétt og mun ekki leika með liðinu á þessu ári. Eftir sigurinn þurfti Bayern að bíða tíðinda frá Frankfurt þar sem Wolfsburg var í heimsókn. Wolfsburgar-liðið þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Eintracht Frankfurt en tókst að knýja fram 3-2 sigur. Munurinn á toppliðunum er því sem fyrr tvö stig og munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þann 6. júní. Bayern München mætir þá liði Frankfurt á heimavelli en Wolfsburg fær Werder Bremen í heimsókn. Wolfsburg hefur unnið þýska titilinn fjögur ár í röð og Bayern hlotið silfur öll árin fjögur. Árin tvö á undan því varð Bayern meistari, tímabilin 2014-15 og 2015-16.
Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira