Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2021 07:01 Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun