Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 13:17 Kristín Jónsdóttir, , hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, fór í þyrluferð með fréttamanninum Bill Whitaker í innslagi 60 Minutes um gosið. 60 minutes/youtube Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. „Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
„Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54