Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 13:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir framgöngu svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja óboðlega og óeðlilega. Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“ Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“
Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira