Sósíalistar vilja lækka skatta og láta hin ríku borga Andri Sigurðsson skrifar 26. maí 2021 06:00 Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar