Segja að Real vilji losna við Bale og Hazard | Allegri tilkynntur í næstu viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 17:45 Þessir tveir verða eflaust ekki í leikmannahópi Real Madrid á næstu leiktíð. Oscar J. Barroso/Getty Images Heimildir Sky Sports herma að Real Madríd vilji losna við vængmennina Gareth Bale og Eden Hazard í sumar. Reikna má með mikilli uppstokkun hjá Madrídingum í sumar þar sem Zinedine Zidane, þjálfari liðsins, virðist einnig á förum. Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Real Madríd endaði í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, á nýafstaðinni leiktíð sem lauk nú á sunnudaginn var. Liðið endaði með 84 stig, tveimur stigum minna en nágrannar þeirra í Atlético Madríd sem urðu meistarar á nýjan leik. Eitthvað sem röndótta hluta Madrídar hafði ekki tekist síðan 2014. Fyrir fram var reiknað með að mikilli uppstokkun í liði Real og kemur lítið á óvart að félagið vilji enn losna við hinn 31 árs gamla Gareth Bale. Hann hefur ekki verið í plönum Zidane og virðist einfaldlega ekki í framtíðarplönum félagsins. Real Madrid will listen to offers for Eden Hazard and Gareth Bale this summer amid their continued interest in Kylian Mbappe and Erling Haaland.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 24, 2021 Bale var á láni hjá sínu fyrrum félagi Tottenham Hotspur í vetur og vonast forráðamenn Real til að hann veri áfram í Lundúnum eða einfaldlega bara hvað borg sem er svo lengi sem hún heiti ekki Madríd. Það sem kemur ef til vill á óvart er svo virðist sem Real ætli einnig að reyna losa sig við hinn þrítuga Eden Hazard. Félagið festi kaup á Hazard sumarið 2019 og er talið hafa borgað allt að 100 milljónir evra fyrir leikmanninn. Síðan þá hefur hann glímt við ýmis meiðsli og aldrei náð að stimpla sig inn í lið Zidane enda aðeins spilað 43 leiki á tveimur árum. Talið er að forráðamenn spænska félagsins vilji losna við tvímenningana af launaskrá til að búa til pláss fyrir hinn franska Kylian Mbappé og hinn norska Erling Braut Håland. Það eitt og sér mun ekki duga en talið er að Real stefni einnig á að losa sig við hinn 23 ára gamla Luka Jović. Framtíð fjölda leikmanna félagsins í óvissu. Þar má til að mynda nefna fyrirliðann Sergio Ramos - sem verður samningslaus í sumar - Raphaël Varane, Marcelo og Isco svo einhverjir séu nefndir. Þá hefur svo gott sem verið staðfest að Zidane verði ekki á hliðarlínunni á næstu leiktíð en búist er við að Real kynni ráðningu Massimiliano Allegri í næstu viku. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira