Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 09:40 Alexander Lukashenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í sínum fyrstu ummælum um atvikið sagði Lúkasjenka í ræðu á þingi Hvíta-Rússlands í morgun að sprengjuógnin í flugvélinni hefði komið frá Sviss og ýjaði að því að hótun hefði borist frá Hamas-Samtökunum. Þá sakaði hann ytri öfl um að eiga í óhefðbundnum stríðsrekstri gegn Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenska sagði það lygi að orrustuþota hefði verið notuð til að þvinga áhöfn flugvélarinnar til að lenda í Minsk og sagðist hafa fylgt lögunum til að verja þjóð sína. Þá sakaði hann Protasevíts um að reyna að koma af stað blóðugri uppreisn, samkvæmt frétt DW. Forsetinn, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, gaf í skyn að flugvélin hefði mögulega getað verið skotin niður því henni hefði verið flogið nærri kjarnorkuveri, þar sem viðbúnaðarstig hefði verið hækkað. „Eftir skipun mína voru allar varnir kjarnorkuversins, þar á meðal loftvarnakerfið, settar í fulla viðbragðsstöðu,“ sagði Lúkasjenka á þinginu í morgun samkvæmt opinbera miðlinum Belta. Hann sagðist hafa verið að hugsa um að vernda fólk. „Enég gat ekki leyft að flugvélin félli á höfuð fólks,“ sagði hann svo. Samkvæmt blaðamanni FT sagði hann að för flugvélarinnar nærri kjarnorkuverinu hefði verið fyrir fram skipulögð ögrun. Vert er að taka fram að engin sprengja fannst í flugvélinni og að ráðamenn í Evrópu segja ógnina vera hreinan uppspuna ríkisstjórnar Lúkasjenka. Þá sagði Lúkasjenka í ræðu sinni í morgun að ef fólk vildi ekki fljúga yfir Hvíta-Rússlandi, í öryggi, ætti það að fljúga þar sem 300 manns hefðu verið drepin. Var hann þar að vísa til þess þegar flugvélin sem kölluð er MH17 var skotin niður af aðskilnaðarsinnum yfir Úkraínu árið 2014. Birtu einnig myndband af kærustunni Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi birtu í gær myndband þar sem Sofia Sapega, kærasta blaðamannsins og aðgerðasinnans Roman Protasevíts, játar að hafa ritstýrt samfélagsmiðlasíðu þar sem persónuupplýsingar lögregluþjóna voru birtar, sem er glæpur í ríkinu. Sapega er rússnesk, 23 ára gömul og hefur hún verið við háskólanám í Vilníus, þar sem Protasevíts hefur búið undanfarin ár. Eins og Protasevíts var hún handtekin þegar áhöfn flugvélar RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk um helgina. Þau höfðu bæði verið í fríi í Grikklandi og voru á leið aftur til Vilníus. Samkvæmt frétt Sky News hefur móðir Sapegu lýst því yfir að dóttir sín sé saklaus. Hún hafi bara verið á röngum stað á röngum tíma. Hér að neðan má meðal annars sjá hluta myndbandsins af Sapegu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira