Mjög sárt en virðist sem betur fer í fínu lagi Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2021 13:32 Jakob Örn Sigurðarson verður með KR gegn Val í kvöld eftir að hafa meiðst í fyrsta leikhluta á Hlíðarenda í síðasta leik. vísir/bára Jakob Örn Sigurðarson verður með KR í kvöld þegar liðið mætir Val í Vesturbænum í fjórða og hugsanlega lokakafla einvígis Reykjavíkurliðanna sem vakið hefur mikla athygli. Jakob meiddist í sigri KR gegn Val á Hlíðarenda á sunnudagskvöld eftir að hafa skollið með hnéð illa í Pavel Ermolinski eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Klippa: Jakob meiddist eftir árekstur við Pavel „Þetta var mjög sárt enda reyndi ég að koma aftur inn á en það gekk bara ekki. Mér fannst bara löppin óstöðug og maður hafði smááhyggjur eftir leikinn af því hvað hefði nákvæmlega gerst. En sem betur fer virðist þetta vera í fínu lagi,“ segir Jakob við Vísi í dag. „Ég verð með í kvöld og er í ágætis standi. Ég reyndi vel á þetta í gær með hlaupum og slíku og það kom bara vel út.“ Mikið hefur verið fjallað um einvígi KR og Vals og baráttan verið hörð en afar skemmtileg áhorfs hingað til. KR er 2-1 yfir og vantar því aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit Dominos-deildarinnar. „Maður finnur alveg að það er mikill áhugi á þessari seríu. Það eru allir hérna í Vesturbænum með á nótunum, tala um þetta og fylgjast með. Þetta er líka búin að vera geggjuð sería hingað til. Rosalega skemmtilegir leikir. Það er ekkert skrýtið að fólk, ekki síst það sem fylgist ekki reglulega með körfubolta, sé að dragast inn í þetta. Það er búin að vera mikil stemning, tvö góð lið og jafnir leikir, og mikið að gerast í hverjum leik,“ segir Jakob. Í gær tóku gildi nýjar reglur á Íslandi sem leyfa tvöfalt fleiri áhorfendur en áður, eða 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Stemningin hefur verið mikil á leikjunum hingað til og verður eflaust ekki minni í DHL-höllinni í kvöld: „Við fögnum þessu. Við vitum alveg að það hafa fleiri viljað komast á leikina en félögin mega leyfa. Því fleiri sem komast, því betra. Við ætlum að gera allt sem við getum til að klára þetta á heimavelli. Okkur finnst við eiga að hafa getað gert betur á heimavelli í vetur og núna er gott tækifæri til að bæta upp fyrir þessa tapleiki okkar á heimavelli. Við erum „peppaðir“ og tilbúnir í þetta,“ segir Jakob. Dominos-deild karla KR Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Jakob meiddist í sigri KR gegn Val á Hlíðarenda á sunnudagskvöld eftir að hafa skollið með hnéð illa í Pavel Ermolinski eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Klippa: Jakob meiddist eftir árekstur við Pavel „Þetta var mjög sárt enda reyndi ég að koma aftur inn á en það gekk bara ekki. Mér fannst bara löppin óstöðug og maður hafði smááhyggjur eftir leikinn af því hvað hefði nákvæmlega gerst. En sem betur fer virðist þetta vera í fínu lagi,“ segir Jakob við Vísi í dag. „Ég verð með í kvöld og er í ágætis standi. Ég reyndi vel á þetta í gær með hlaupum og slíku og það kom bara vel út.“ Mikið hefur verið fjallað um einvígi KR og Vals og baráttan verið hörð en afar skemmtileg áhorfs hingað til. KR er 2-1 yfir og vantar því aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit Dominos-deildarinnar. „Maður finnur alveg að það er mikill áhugi á þessari seríu. Það eru allir hérna í Vesturbænum með á nótunum, tala um þetta og fylgjast með. Þetta er líka búin að vera geggjuð sería hingað til. Rosalega skemmtilegir leikir. Það er ekkert skrýtið að fólk, ekki síst það sem fylgist ekki reglulega með körfubolta, sé að dragast inn í þetta. Það er búin að vera mikil stemning, tvö góð lið og jafnir leikir, og mikið að gerast í hverjum leik,“ segir Jakob. Í gær tóku gildi nýjar reglur á Íslandi sem leyfa tvöfalt fleiri áhorfendur en áður, eða 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Stemningin hefur verið mikil á leikjunum hingað til og verður eflaust ekki minni í DHL-höllinni í kvöld: „Við fögnum þessu. Við vitum alveg að það hafa fleiri viljað komast á leikina en félögin mega leyfa. Því fleiri sem komast, því betra. Við ætlum að gera allt sem við getum til að klára þetta á heimavelli. Okkur finnst við eiga að hafa getað gert betur á heimavelli í vetur og núna er gott tækifæri til að bæta upp fyrir þessa tapleiki okkar á heimavelli. Við erum „peppaðir“ og tilbúnir í þetta,“ segir Jakob.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira