Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:09 Bashar Assad og eiginkona ohans Asma á kjörstaði í Douma. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar. Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Kosningarnar eru eingöngu haldnar á þeim svæðum sem Assad-liðar stjórna. Þá hafa einungis tveir lítt þekktir menn boðið sig fram gegn forsetanum. Sýrlenskum andstæðingum Assad sem búa erlendis var meinað að bjóða sigi fram. Þetta verður í fjórða sinn sem Assad sigrar kosningar í Sýrlandi en hann tók við völdum af föður sínum árið 2000. Faðir hans, Hafez, hafði þá stjórnað Sýrlandi í þrjátíu ár. Samkvæmt AFP fréttaveitunni eru þetta aðrar kosningarnar sem haldnar hafa verið síðan borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi fyrir um áratug. Styrjöldin hófst þegar stjórnarher Assads mætti mótmælendum sem kröfðust umbóta í Sýrlandi af mikilli hörku. Um 23 milljónir bjuggu í Sýrlandi þegar átökin hófust. Síðan þá hafa minnst 388 þúsund fallið í átökunum og um helmingur íbúa landsins hafa þurft að flýja heimili sín. Minnst fimm milljónir hafa flúið Sýrland. Assad og eiginkona hans, Asma, greiddu atkvæði í Douma, úthverfi Damascus, sem var lengi eitt helsta vígi uppreisnarmanna en stjórnarher Sýrlands náði tökum á Douma árið 2018. Það var eftir mannskæða efnavopnaárás sem stjórnarher Assads hefur verið sakaður um að gera. Aðrir kjósendur umkringdu þau hjón og kyrjuðu: „Með blóði okkar og sálum, fórnum við lífum okkar fyrir þig Bashar,“ samkvæmt AFP. Eftir að hann greiddi atkvæði sitt ræddi Assad við sýrlenska blaðamenn og sagði að Sýrland myndi ekki sætta sig við ummæli vestrænna ríkja, sem hefðu mörg hver átt nýlendur, um kosningarnar. Hagkerfi Sýrlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og þá sérstaklega nú nýlega. Það má að miklu leyti rekja til efnahagsvandræða Líbanon, einnar helstu lífæðar Sýrlands við umheiminn undanfarin ár. AP fréttaveitan segir efnahagsvandræði Sýrlands einnig mega rekja til stríðsrekstrar undanfarin áratug, viðskiptaþvingana og refsiaðgerða og spillingar.
Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira