Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 10:00 Helena Sverrisdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru í lykilhlutverkum hjá Val og Haukum. Helena er uppalin hjá Haukum en Sara í Keflavík. Samsett/Bára Dröfn „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Einvígið hefst á Hlíðarenda í kvöld þar sem Pálína verður með þær Bryndísi Guðmundsdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sér til fulltingis í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Valskonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2019 og eru enn ríkjandi meistarar eftir Covid-tímabilið í fyrra. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið áður, í fjórða sinn í sögu félagsins, með sigri á Val í oddaleik. Þessi tvö síðustu Íslandsmeistaralið eiga það sameiginlegt að hafa haft Helenu Sverrisdóttur innanborðs. Þóra Kristín Jónsdóttir er enn með Haukum og úr meistaraliði Vals eru auk Helenu leikmenn á borð við Guðbjörgu systur hennar, Ástu Júlíu Grímsdóttur, Hallveigu Jónsdóttur og Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur áfram til staðar. Haukar virðast toppa á réttum tíma Valur og Haukar unnu einvígi sín í undanúrslitum, gegn Fjölni og Keflavík, bæði 3-0. Pálína segir að búast megi við afar spennandi úrslitaeinvígi og bendir á hve mikið hafi breyst hjá Haukum síðustu mánuði, ekki síst með heimkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur til landsins: „Haukar eru á mikilli siglingu á meðan að Valsstúlkur voru ekki eins sannfærandi í undanúrslitum og þær hafa verið í vetur. Þær voru að mæta nýliðum Fjölnis, sópuðu þeim vissulega út en sýndu ekki sitt rétta andlit. Það hefur verið gríðarlegur stígandi hjá Haukakonum í vetur og þær virðast vera að toppa á réttum tíma. Maður sér alveg hvað þær eru hungraðar og einbeittar á að sækja titil, svo ég held að þær verði stórhættulegar í þessu einvígi,“ segir Pálína. Sara skoraði að meðaltali 20 stig í leikjunum þremur við Keflavík, tók 6,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar. „Sara er búin að vera frábær fyrir Hauka. Hún gerir svo ótrúlega margt fyrir liðið – er bæði ógn í sókninni og líka flottur varnarmaður. Hún býr líka mikið til fyrir aðrar. Með hennar tilkomu þá blómstra hinar í liðinu ennþá meira. Það skín af þeim hvað þeim finnst skemmtilegt að spila saman og það er ofboðslega erfitt að spila á móti liði sem hefur svona ógeðslega gaman af því sem það er að gera,“ segir Pálína. Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu Valskonur hljóta þó enn að teljast umtalsvert sigurstranglegri í einvíginu, eða hvað? „Við höfum alltaf spáð Valskonum 1. sætinu og fyrir mótið voru þær langsamlega sigurstranglegasta liðið. En auðvitað hafa Haukar síðan þá bætt Söru við sig og svo hefur Alyesha (Lovett) bætt sinn leik og hjálpað Haukaliðinu mikið, sem og Eva Margrét (Kristjánsdóttir) og fleiri. Með tilkomu Söru hafa þær allar bætt sig um nokkur prósent. Fyrir þremur mánuðum hefði ég aldrei spáð því að þetta einvígi yrði mikið einvígi, en miðað við hvernig Haukar hafa spilað undanfarið er ég viss um að þetta fari í fimm leiki og það verði spenna fram á síðustu mínútu í þessu einvígi. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hver ætlar að stoppa Helenu. Haukakonur eru alveg langar og sterkar, en Valskonur hafa samt meiri líkamlegan styrk í leikmönnum eins og Helenu og Ástu Júlíu. Bæði lið eru hávaxin svo það verður mikil frákastabarátta, og Haukar eru með varnarmenn sem geta dekkað Kiönu, Hallveigu og Ástu Júlíu, en það er fróðlegast að sjá hvernig Haukakonur ætla að stoppa Helenu,“ segir Pálína.
Úrslitaeinvígið Fimmtudagur 27. maí: Valur - Haukar, kl. 20.30 á Hlíðarenda Sunnudagur 30. maí: Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Miðvikudagur 2. júní: Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda Laugardagur 5. júní (ef þarf): Haukar - Valur, kl. 20.15 á Ásvöllum Þriðjudagur 8. júní (ef þarf): Valur - Haukar, kl. 20.15 á Hlíðarenda
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Tindastóll | Gestirnir dregnir í fallbaráttu? Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli