Tilkynna fyrstu vinningshafa bóluefnalottósins „Vax-a-Million“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:37 Ríkisstjórinn Mike DeWine ásamt styrkþeganum Joseph Costello. Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum hafa greint frá nöfnum fyrstu vinningshafana í bóluefnalottóinu Vax-a-Million en um er að ræða átak til að fá sem flesta íbúa ríkisins til að þiggja bólusetningu. Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Abbigail Bugenske, sem býr í einu úthverfa Cincinnati, hlaut fyrsta vinning átaksins; eina milljón dala, eða 121 milljón krónur. Þá vann ungmennið Joseph Costello skólastyrk. Tilkynnt var um uppátækið fyrr í þessum mánuði, í kjölfar þess að verulega fór að hægja á bólusetningum. Allir þeir sem hafa þegið bólusetningu geta skráð sig til leiks en dregið verður í lottóinu að minnsta kosti fjórum sinnum í viðbót. Samkvæmt BBC hafa 2,7 milljónir skráð sig í lottóið til að freista þess að vinna milljón Bandaríkjadala og fleiri en 100 þúsund hafa skráð sig í námsstyrkjalottóið, þar sem vinningurinn er háskólanám greitt að fullu af ríkinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti lotterísins en gagnrýnendur telja meðal annars að fjármununum hefði heldur átt að verja beint í þágu baráttunnar gegn kórónuveirunni. Ríkisstjórinn Mike DeWine segir árangurinn þó ótvíræðan; frá því að tilkynnt var um lotteríið hafði bólusetningum fjölgað um 94 prósent meðal 16 og 17 ára, um 46 prósent meðal 18 og 19 ára og um 55 prósent meðal 20 til 49 ára. Önnur ríki horfa nú til þess að feta í fótspor Ohio, meðal annarra New York. 🎉 Congratulations to Abbigail and Joseph! 🎉The next #OhioVaxAMillion drawing will take place one week from today. Vaccinated Ohioans who haven't yet entered to win can sign up at https://t.co/Svppf9uA8O pic.twitter.com/HjLnszY2ls— Governor Mike DeWine (@GovMikeDeWine) May 26, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira