Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 08:52 Lögregluþjónar að störfum við heimili árásarmannsins. Slökkvilið var kallað þangað vegna elds á svipuðum tíma og hann hóf skothríð sína í vinnunni. AP/Noah Berger Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks. Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54