Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 10:59 Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. EPA/TOMS KALNINS Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira