Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:57 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09