Veðjum á ungt fólk Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2021 16:30 Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Félagsmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun