Veðjum á ungt fólk Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 27. maí 2021 16:30 Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Félagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu kjörtímabili hafa verið tekin stór framfaraskref í félagslegum málum. Lenging fæðingarorlofs í ár, hækkun atvinnuleysisbóta og lækkun kostnaðar sjúklinga eru nokkur dæmi um slík skref. Á næsta kjörtímabili þurfum við að halda áfram þessari vegferð í átt að sterkara og réttlátara samfélagi. Ég tel að við þurfum sérstaklega að huga að málefnum ungs fólks, einkum að húsnæðismálunum og menntamálunum. Húsnæði eru mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur alls ekki setið auðum höndum í húsnæðismálum. Síður en svo. Á þessu kjörtímabili hefur réttarstaða leigjenda verið efld, áframhaldandi uppbygging í almenna íbúðakerfinu átt sér stað og nýtt úrræði, hlutdeildarlán, litið dagsins ljós sem gagnast sérstaklega þeim tekjulágu og við fyrstu kaup og stendur til boða um allt land. En betur má ef duga skal. Því miður er það of algengt að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, eigi ekki aðgang að mannsæmandi húsnæði á skikkanlegum kjörum eða greiði of háa leigu fyrir óviðunandi húsnæði. Ungt fólk hefur í auknu mæli leitast eftir því að stofna sitt heimili á landsbyggðunum og þá þarf að haldast í hendur framboð á húsnæðis ,atvinna og góð opinber þjónusta. Við Vinstri græn leggjum áherslu á að öll eigi rétt á öruggu og heilsusamlegu heimili, enda eru það mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Því verðum við að halda áfram uppbyggingu á húsnæði sem og fjölgun og eflingu húsnæðisúrræða á næsta kjörtímabili með félagslegar lausnir að leiðarljósi til að tryggja ungu fólki viðunandi húsnæði. Sú uppbygging þarf að eiga sér stað hringinn í kringum landið enda á fólk að hafa raunverulegt val um búsetu og geta stigið fyrstu skrefin á húsnæðismarkaði í heimabyggð. Þá tel ég eðlilegt að miða við að greiðslubyrði vegna húsnæðis eigi ekki að fara umfram fjórðung ráðstöfunartekna fólks líkt og miðað er við í almenna íbúðakerfinu. Námslánakerfið eflt Á þessu kjörtímabili voru gerðar góðar breytingar á lánakerfi námsmanna. Nú breytist hluti námsláns í styrk við lok náms og foreldrum býðst barnastyrkur á meðan þeir eru í námi. Þetta eru skref í rétta átt og sem við verðum að halda áfram eftir næstu kosningar. Við Vinstri græn teljum að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Það er einnig mikilvægt að tryggja framfærslu nemenda allan ársins hring og við erum tilbúin að skoða ólíkar leiðir í þeim efnum. Það skiptir miklu máli að ungt fólk geti sótt menntun nálægt sínum átthögum og stuðningskerfi námsanna þarf að styðja sérstaklega við þau sem sækja nám fjarri heimabyggð. Enda eiga öll að geta sótt nám óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Í næstu kosningum munum við takast á um ólíka strauma, stefnur og hugmyndir. Eins og við Vinstri græn höfum sýnt á kjörtímabilinu þá erum við óhrædd við að forgangsraða fjármunum í þágu fólks og bæta þannig lífsgæði. Við viljum halda áfram á þeirri braut á næsta kjörtímabili til að byggja sterkara og réttlátara samfélag. Ég tel að við getum bætt lífskjör ungs fólks til muna með réttum áherslum og pólitískri stefnumótun, að við getum tryggt öllum mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum og gert öllum kleift að sækja sér gjaldfrjálst nám við hæfi, óháð búsetu eða fjárhagsstöðu. Höfundur er Alþingismaður fyrir Vinstri græna og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar