Farsóttin hefur gefið nýju byltingunni vængi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:01 Langþráðar afléttingar á samkomutakmörkunum í vikunni veittu okkur mikið frelsi. Við lögðum grímunni á flestum stöðum og urðum nánari í bókstaflegum skilningi. Í faraldrinum, sem er þó ekki alveg liðinn undir lok, höfum við með hæfni mannsins færst áfram, tekið breytingum og lært margt. En verður allt aftur eins og áður var? Tæknin hefur sannað sig Vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma sem og hugmyndir okkar um hann. Haft er eftir forseta Alþingis að hann telji að kórónuveirufaraldurinn muni hafa varanlega áhrif á þingstörfin. Þá má nú segja að fjöllin hafi færst úr stað. Á meðan á faraldrinum stóð var opnað á fjarvinnslumöguleika sem ekki var áður þekkt í störfum þingsins. Það form sannaði að starfsemi þingsins var í engu lakari en áður. Vinnumarkaðurinn er að breytast og fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína. Farsóttin hefur gefið nýju byltingunni vængi. Á aðeins einu og hálfu ári hefur margt breyst sem annars hefði tekið nokkur ár. Skref inn í framtíðina Sveigjanlegur vinnutími og störf án staðsetningar hefur hlotið viðurkenningu. Hugmyndir okkar um fjögurra veggja starfsstöðvar hafa breyst. Það er mikilvægt að við höldum áfram og undirbúum okkur fyrir áframhaldandi breytingar í þessa átt. Við vitum ekki hvert framtíðin leiðir okkur. Sú hefðbundna leið að mennta sig til ákveðinna starfa, vera komin í öruggt starf 25 ára og fá afhent gullúrið 67 ára fyrir vel unnin störf er ekki lengur sú mynd sem við getum kynnt fyrir börnum okkar. Þau vita betur, þau eru með þetta. „Gigg hagkerfið“ hefur hafið innreið sína. Við þurfum að vera tilbúinn að mennta okkur og endurmennta alla starfsævina og þannig efla færni okkar til að vera með í síbreytilegum heimi. Samvinnurými Á undanförnum mánuðum hafa sprottið upp samvinnurými víða um land. Samvinnurými bjóða upp á mismunandi aðild starfsmanna sem hentar hverjum og einum. Þar næst að leiða saman þekkingu og byggja undir félagslega þarfir fólks sem vinna við sín verkefni auk þess sem þau stuðla að jákvæðari samfélagsþróun. Slíkur vinnustaður getur rúmað mismunandi verkefni sem unnin eru vítt og breytt um heiminn. Með aukinni samskiptatækni og háhraðafjarskiptatengingum um allt land skapast tækifæri til að starfa við margvísleg störf víðar en innan fyrir fram ákveðinna veggja. Samstarf stjórnvalda og háskóla Stjórnvöld hafa fylgst vel með þessum breytingum og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja þeim eftir. Því hafa stjórnvöld í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann Íslands sett á laggirnar vefnámskeið um gervigreind. Námskeiðið er opið öllum almenningi og má finna inn á island.is. Markmiðið með námskeiðinu er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni ásamt því að styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga eins og stendur í kynningunni. Framtíðin er í okkar höndum, tökum þátt í að móta og njóta. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Langþráðar afléttingar á samkomutakmörkunum í vikunni veittu okkur mikið frelsi. Við lögðum grímunni á flestum stöðum og urðum nánari í bókstaflegum skilningi. Í faraldrinum, sem er þó ekki alveg liðinn undir lok, höfum við með hæfni mannsins færst áfram, tekið breytingum og lært margt. En verður allt aftur eins og áður var? Tæknin hefur sannað sig Vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma sem og hugmyndir okkar um hann. Haft er eftir forseta Alþingis að hann telji að kórónuveirufaraldurinn muni hafa varanlega áhrif á þingstörfin. Þá má nú segja að fjöllin hafi færst úr stað. Á meðan á faraldrinum stóð var opnað á fjarvinnslumöguleika sem ekki var áður þekkt í störfum þingsins. Það form sannaði að starfsemi þingsins var í engu lakari en áður. Vinnumarkaðurinn er að breytast og fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína. Farsóttin hefur gefið nýju byltingunni vængi. Á aðeins einu og hálfu ári hefur margt breyst sem annars hefði tekið nokkur ár. Skref inn í framtíðina Sveigjanlegur vinnutími og störf án staðsetningar hefur hlotið viðurkenningu. Hugmyndir okkar um fjögurra veggja starfsstöðvar hafa breyst. Það er mikilvægt að við höldum áfram og undirbúum okkur fyrir áframhaldandi breytingar í þessa átt. Við vitum ekki hvert framtíðin leiðir okkur. Sú hefðbundna leið að mennta sig til ákveðinna starfa, vera komin í öruggt starf 25 ára og fá afhent gullúrið 67 ára fyrir vel unnin störf er ekki lengur sú mynd sem við getum kynnt fyrir börnum okkar. Þau vita betur, þau eru með þetta. „Gigg hagkerfið“ hefur hafið innreið sína. Við þurfum að vera tilbúinn að mennta okkur og endurmennta alla starfsævina og þannig efla færni okkar til að vera með í síbreytilegum heimi. Samvinnurými Á undanförnum mánuðum hafa sprottið upp samvinnurými víða um land. Samvinnurými bjóða upp á mismunandi aðild starfsmanna sem hentar hverjum og einum. Þar næst að leiða saman þekkingu og byggja undir félagslega þarfir fólks sem vinna við sín verkefni auk þess sem þau stuðla að jákvæðari samfélagsþróun. Slíkur vinnustaður getur rúmað mismunandi verkefni sem unnin eru vítt og breytt um heiminn. Með aukinni samskiptatækni og háhraðafjarskiptatengingum um allt land skapast tækifæri til að starfa við margvísleg störf víðar en innan fyrir fram ákveðinna veggja. Samstarf stjórnvalda og háskóla Stjórnvöld hafa fylgst vel með þessum breytingum og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja þeim eftir. Því hafa stjórnvöld í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann Íslands sett á laggirnar vefnámskeið um gervigreind. Námskeiðið er opið öllum almenningi og má finna inn á island.is. Markmiðið með námskeiðinu er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni ásamt því að styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga eins og stendur í kynningunni. Framtíðin er í okkar höndum, tökum þátt í að móta og njóta. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar