Inzaghi að taka við meisturum Inter | Allegri snýr aftur á gamlar slóðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Það stefnir allt í að Simone Inzaghi verði næsti stjóri Inter Milan. EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Allt stefnir í að Simone Inzaghi sé að taka við Ítalíumeisturum Inter Mílan en Lazio tilkynnti fyrr í kvöld að Inzaghi hefði yfirgefið félagið. Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira