Fótbolti

Mis­jafnt gengi Ís­lendinga­liðanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar unnu stórsigur í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar unnu stórsigur í dag. Vålerenga

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í norsku úrvalsdeild kvenna í dag. Vålerenga vann 4-0 heimasigur á Lyn en Arnar-Björnar tapaði 5-2 á útivelli gegn Lilleström.

Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir voru í byrjunarliði Vålerenga sem vann einkar öruggan 4-0 sigur á heimavelli í dag. Það tók vissulega nær allan fyrri hálfleikinn að brjóta ísinn og staðan 1-0 í hálfleik. 

Vålerenga bætti við marki þegar tæpur klukkutími var liðinn og svo í uppbótartíma leiksins skoraði liðið loks þriðja og fjórða mark leiksins.

Lokatölur 4-0 og ríkjandi meistarar Vålerenga með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Ingibjörg spilaði allan leikinn í hjarta varnar Vålerenga á meðan Amanda hóf leikinn í holunni en var tekin út af eftir tæpa klukkustund.

Þá var hin reynslumikla Guðbjörg Gunnarsdóttir milli stanganna í marki Arnar-Björnar er liðið steinlá gegn Lillström á útivelli, lokatölur 5-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×