Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni í dag. EINAR ÁRNASON Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni
Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36