Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 22:24 Víglínan í dag. EINAR ÁRNASON Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira