Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 31. maí 2021 07:00 Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun