Töflur og sjóveikisbönd staðalbúnaður í turni sem ruggar eins og bátur Snorri Másson skrifar 31. maí 2021 16:58 Deloitte-turninn er hæsta bygging landsins, tæpir 78 meter, um þremur metrum hærri en Hallgrímskirkja. Vísir/Vilhelm Það er kröpp lægð á leiðinni segir Veðurstofan og þá er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna á efstu hæð í hæstu byggingu Íslands. Þar sitja starfsmenn á fjármálasviði Alvogen og hinir sjóveikustu hljóta að kvíða næstu dögum, því að þegar blæs almennilega, er efsta hæðin „eins og maður sé í árabát.“ Byggingin ruggar svo mikið að sumu starfsfólki er ekki vært þar þegar verst lætur. „Í verstu hviðunum líður manni í rauninni eins og maður sé á árabát. Þetta er ýkt en þetta er samt tilfinningin. Þú finnur gólfið hreyfast og með tímanum verður manni bumbult, eins og maður sé sjóveikur,“ segir Ingibjörg Friðriksdóttir, starfsmaður á fjármálasviðinu. Ingibjörg hefur unnið hjá öðrum fyrirtækjum í Deloitte-turninum og hefur því reynslu af öðrum hæðum. „Ég hef unnið á 10. hæð, 16., 17. og nú er ég á 20. hæð. Þetta verður bara verra eftir því sem þú ferð hærra upp og ég man ekki að þetta hafi verið vandi á 10. hæð,“ segir Ingibjörg. Besti mælikvarðinn á ölduganginn í húsinu er neyðarútgangsskilti sem hangir í streng við útganginn. Þegar það er byrjað að sveiflast er voðinn vís og þá er eins gott að vera ekki í miðju verkefni sem krefst veraldlegrar viðveru manns. Klippa: Rok á efstu hæð í Deloitte-turninum Starfsfólk Alvogen á efstu hæð er vitanlega misviðkvæmt fyrir sveiflunum., þannig að þegar höfuðskepnurnar gera sig líklegar til stórræða í Reykjavík eru viðbrögð fólks ólík eftir því. Mynd frá samstarfsmanni Ingibjargar á hæðinni. Leita þarf ýmissa lausna til að halda sjó en þegar veðrið er hvað verst flýta sér þó margir bara heim.Instagram Sumum duga sjóveikistöflur og sjóveikisarmböndin — sem vinnustaðurinn útvegar að fenginni reynslu — en aðrir sjá sæng sína upp reidda og skynda sér heim. „Vandinn er líka tvíþættur,“ segir Ingibjörg. „Þegar það er of hvasst er ekki hægt að opna gluggana og því verður oft súrefnislaust hérna uppi í miklu roki. Svo byrjar turninn að hreyfast. Í verstu lægðunum endar það bara þannig að fólk neyðist til þess að drífa sig heim.“ Heimavinna í jarðskjálftahrinu Blessunarlega eru aðstæðurnar í hinum 78 metra háa Deloitte-turni örsjaldan svona öfgakenndar. Alla jafna er yndislegt að vinna þar að sögn Ingibjargar og útsýnið magnað. Tilveran í skýjakljúfi er einnig ofurseld öðrum náttúruöflum en veðrinu, nefnilega jarðhræringum. Þess eru dæmi að starfsfólk á hæðinni hafi forðast skrifstofuna alfarið meðan á síðustu jarðskjálftahrinu stóð vegna óþægindanna sem henni fylgdi. Í því samhengi er vert að athuga að það eru byggingarfræðileg sjónarmið sem búa því að baki að steypunni sé veitt lágmarkssvigrúm til þess að mæta sveiflum, því að ella brysti hún þegar skjálfti riði yfir. Byggingin á með öðrum að gefa aðeins eftir. Samskiptastjóri Alvogen, Elísabet Hjaltadóttir, segir að í miklum veðrum og vindum vaggi turninn sannarlega til. Þá sé ágætt að reynsla í heimavinnu hafi fengist í heimsfaraldri. „Starfsfólkið er náttúrulega á 20. hæð. Ef þeim finnst aðstæður óþægilegar geta þau farið heim enda eru allir vanir því að vinna heima í dag. En þetta er ekkert á hverjum degi og raunar ekki oft á ári,“ segir Elísabet. Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Háhýsið var sagt glapræði Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Byggingin ruggar svo mikið að sumu starfsfólki er ekki vært þar þegar verst lætur. „Í verstu hviðunum líður manni í rauninni eins og maður sé á árabát. Þetta er ýkt en þetta er samt tilfinningin. Þú finnur gólfið hreyfast og með tímanum verður manni bumbult, eins og maður sé sjóveikur,“ segir Ingibjörg Friðriksdóttir, starfsmaður á fjármálasviðinu. Ingibjörg hefur unnið hjá öðrum fyrirtækjum í Deloitte-turninum og hefur því reynslu af öðrum hæðum. „Ég hef unnið á 10. hæð, 16., 17. og nú er ég á 20. hæð. Þetta verður bara verra eftir því sem þú ferð hærra upp og ég man ekki að þetta hafi verið vandi á 10. hæð,“ segir Ingibjörg. Besti mælikvarðinn á ölduganginn í húsinu er neyðarútgangsskilti sem hangir í streng við útganginn. Þegar það er byrjað að sveiflast er voðinn vís og þá er eins gott að vera ekki í miðju verkefni sem krefst veraldlegrar viðveru manns. Klippa: Rok á efstu hæð í Deloitte-turninum Starfsfólk Alvogen á efstu hæð er vitanlega misviðkvæmt fyrir sveiflunum., þannig að þegar höfuðskepnurnar gera sig líklegar til stórræða í Reykjavík eru viðbrögð fólks ólík eftir því. Mynd frá samstarfsmanni Ingibjargar á hæðinni. Leita þarf ýmissa lausna til að halda sjó en þegar veðrið er hvað verst flýta sér þó margir bara heim.Instagram Sumum duga sjóveikistöflur og sjóveikisarmböndin — sem vinnustaðurinn útvegar að fenginni reynslu — en aðrir sjá sæng sína upp reidda og skynda sér heim. „Vandinn er líka tvíþættur,“ segir Ingibjörg. „Þegar það er of hvasst er ekki hægt að opna gluggana og því verður oft súrefnislaust hérna uppi í miklu roki. Svo byrjar turninn að hreyfast. Í verstu lægðunum endar það bara þannig að fólk neyðist til þess að drífa sig heim.“ Heimavinna í jarðskjálftahrinu Blessunarlega eru aðstæðurnar í hinum 78 metra háa Deloitte-turni örsjaldan svona öfgakenndar. Alla jafna er yndislegt að vinna þar að sögn Ingibjargar og útsýnið magnað. Tilveran í skýjakljúfi er einnig ofurseld öðrum náttúruöflum en veðrinu, nefnilega jarðhræringum. Þess eru dæmi að starfsfólk á hæðinni hafi forðast skrifstofuna alfarið meðan á síðustu jarðskjálftahrinu stóð vegna óþægindanna sem henni fylgdi. Í því samhengi er vert að athuga að það eru byggingarfræðileg sjónarmið sem búa því að baki að steypunni sé veitt lágmarkssvigrúm til þess að mæta sveiflum, því að ella brysti hún þegar skjálfti riði yfir. Byggingin á með öðrum að gefa aðeins eftir. Samskiptastjóri Alvogen, Elísabet Hjaltadóttir, segir að í miklum veðrum og vindum vaggi turninn sannarlega til. Þá sé ágætt að reynsla í heimavinnu hafi fengist í heimsfaraldri. „Starfsfólkið er náttúrulega á 20. hæð. Ef þeim finnst aðstæður óþægilegar geta þau farið heim enda eru allir vanir því að vinna heima í dag. En þetta er ekkert á hverjum degi og raunar ekki oft á ári,“ segir Elísabet.
Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Háhýsið var sagt glapræði Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41
Háhýsið var sagt glapræði Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur. 3. nóvember 2012 08:00