Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Dómstólar Háskólar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun