Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 23:22 Mennirnir voru á leið heim af skemmtistað þegar hópurinn réðst á þá. Getty/Mahaux Charles Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir. Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir.
Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira