Sósíalistar þora að berjast fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu án endurgjalds Andri Sigurðsson skrifar 2. júní 2021 08:01 Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun