Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 14:30 Viðmælendur fréttastofu drifu sig allir af stað til þess að ná nú örugglega að láta bólusetja sig. Vísir Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira