Hafa ekki tapað í 130 daga með Helenu og Hildi og geta orðið meistarar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru tvær bestu körfuboltakonur landsins og það er erfitt að eiga við Valsliðið þegar þær eru báðar með Val. Vísir/Bára Valur verður Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna í körfubolta vinni liðið Hauka á heimavelli sínum í kvöld. Valsliðið hefur ekki tapað í 130 daga með tvo bestu íslensku leikmennina sína í búning. Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli