Telur frumvarp um hálendisþjóðgarð dautt og að því verði skipt út fyrir þingsályktun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:40 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann á von á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu. Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór. Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Mælt er fyrir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og málið hefur verið stórt hagsmunamál Vinstri grænna. Frumvarpið hefur hins vegar verið umdeilt og til marks um það bárust um 170 umsagnir sem flestar eru neikvæðar. Gestakomum vegna þess er ekki lokið hjá umhverfis- og samgöngunefnd þrátt fyrir að þinglok séu á næsta leyti og nefndarformaður segir málið enn í upplausn. „Ég held að þetta mál sé dautt eins og það liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Af hverju fór þetta svona? „Ég held að það hafi verið klaufalega unnið á fyrri stigum, samráðið var ekki eins og það hefði þurft að vera og allt of lítið tillit tekið annars vegar til sveitarfélaga á þessum nærsvæðum og hins vegar félagasamtaka sem starfa á þessum svæðum. Svo voru sjónarmið bænda að stóru leyti látin liggja á milli hluta.“ Græna svæðið markar hálendisþjóðgarðinn eins og hann ætti að líta út samkvæmt frumvarpinu. Hann telur að frumvarpið muni daga upp í nefnd en á von á nýjum snúningi á málinu. „Það sem meirihlutaflokkarnir virðast vera að skoða núna sín á milli er að færa málið með einhverjum hætti yfir í þingsályktunartillögu. Það er format sem er ekki algengt, ef það hefur verið reynt áður hér í þinginu, þannig við nefndarmenn verðum aðeins að sjá með hvaða hætti það verður lagt fram, væntanlega á morgun eða á fundi á föstudaginn.“ Þingsályktunartillagan gæti þá verið á þann veg að Alþingi feli ráðherra að hefja undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þetta er nú alveg örugglega ekki það sem umhverfisráðherra sá fyrir sér þegar hann mælti fyrir málinu í desember. En mögulega tekst mönnum að bjarga andlitinu á síðustu metrum þingsins. Menn þurfa að geta horft framan í kjósendur sína. Og það auðvitað hefur legið fyrir að ýmsir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri grænna hafa komið fram svona á seinni stigum en ekki strax í upphafi,“ segir Bergþór.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent