Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2021 21:01 Astrid Lelarge býr á móti brunarústunum. STÖÐ2 Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. Eigur hinna látnu enn í byggingunni Þann 25. júní verður komið heilt ár frá brunanum á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. Brunarústirnar eru enn sjáanlegar almenningi og eigur fórnarlambanna enn í byggingunni. Íbúi sem býr beint á móti brunarústunum horfir daglega upp á eyðilegginguna út um eldhúsgluggann. Hún segir hryllilegt að horfa upp á rústirnar en að sögn Astridar hefur svæðið aldrei verið þrifið. Í fréttinni hér að ofan má sjá fjarlægð húss Astridar og brunarústanna. Astrid hefur skelfilegar minningar af brunanum og segir átakanlegt að sjá eigur hinna látnu í gegnum eldhúsgluggann. Hún segist draga fyrir gluggana til að varna því að sjá persónulegar eigur hinna látnu. „Á hverjum degi sé ég brunarústirnar. Hér eru eigur fólksins sem bjó hér, nágranna minna,“ segir Astrid Lelarge, íbúi að Bræðraborgarstíg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa tryggingamál því í vegi að húsið hafi ekki verið rifið. Astrid segir það þó algjört virðingarleysi að ekki hafi verið neglt fyrir glugga eða svæðið þrifið þar til rífa megi húsnæðið. Finnur enn reykjalykt „Ég man svo vel eftir þessu og stundum finn ég reykjarlykt, mest þegar rignir og þornar svo. Þá finn ég lykt af brunnu timbri. Það minnir mig á þennan atburð.“ Þá man hún harmleikinn sem átti sér stað fyrir ári síðan vel. „Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma,“ segir Astrid. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Eigur hinna látnu enn í byggingunni Þann 25. júní verður komið heilt ár frá brunanum á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. Brunarústirnar eru enn sjáanlegar almenningi og eigur fórnarlambanna enn í byggingunni. Íbúi sem býr beint á móti brunarústunum horfir daglega upp á eyðilegginguna út um eldhúsgluggann. Hún segir hryllilegt að horfa upp á rústirnar en að sögn Astridar hefur svæðið aldrei verið þrifið. Í fréttinni hér að ofan má sjá fjarlægð húss Astridar og brunarústanna. Astrid hefur skelfilegar minningar af brunanum og segir átakanlegt að sjá eigur hinna látnu í gegnum eldhúsgluggann. Hún segist draga fyrir gluggana til að varna því að sjá persónulegar eigur hinna látnu. „Á hverjum degi sé ég brunarústirnar. Hér eru eigur fólksins sem bjó hér, nágranna minna,“ segir Astrid Lelarge, íbúi að Bræðraborgarstíg. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa tryggingamál því í vegi að húsið hafi ekki verið rifið. Astrid segir það þó algjört virðingarleysi að ekki hafi verið neglt fyrir glugga eða svæðið þrifið þar til rífa megi húsnæðið. Finnur enn reykjalykt „Ég man svo vel eftir þessu og stundum finn ég reykjarlykt, mest þegar rignir og þornar svo. Þá finn ég lykt af brunnu timbri. Það minnir mig á þennan atburð.“ Þá man hún harmleikinn sem átti sér stað fyrir ári síðan vel. „Ég bjóst ekki við að þetta tæki svona langan tíma,“ segir Astrid.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira