Sósíalistar vilja nýju stjórnarskrána Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar