Biden lengir bannlista Trumps Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 17:03 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump. Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump.
Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira