Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 19:16 Donald Trump virðist ekki par sáttur við ákvörðun Facebook. EPA/MICHAEL REYNOLDS Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55