Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 17:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist fordæma danska jafnaðarmanna fyrir nýja stefnu í innflytjendamálum. Vísir/Vilhelm Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent