UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 16:34 Allt markaðsefni UN Women með tónlistarmanninum Auði hefur verið fjarlægt vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Vísir/Daniel Thor UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu. Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Auður kom meðal annars fram í auglýsingaefni fyrir herferðina Fokk ofbeldi auk þess sem hann hélt styrktartónleika fyrir samtökin í tilefni af árlegri Ljósagöngu UN Women árið 2019. Það hefur nú allt verið fjarlægt af samfélagsmiðlum á vegum samtakanna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta í fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ segir Stella í samtali við fréttastofu. „UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur,“ segir Stella. Þjóðleikhúsið hefur ásakanir um kynferðisofbeldi til skoðunar DV greindi frá því fyrr í dag að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Auður sér um tónlistina fyrir leiksýninguna Rómeó og Júlíu sem er á dagskrá Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár. Þá greindi Fréttablaðið frá því fyrr í dag að Auður hafi misst meira en þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram á síðustu vikum. Þann 4. maí hafi hann verið með 12.800 fylgjendur á miðlinum en sé nú með 11.800 fylgjendur. Háværar sögusagnir hafa gengið um samfélagsmiðla, og þá sérstaklega Twitter, síðustu daga þar sem Auður hefur verið ásakaður um að hafa sofið hjá stelpum undir lögaldri og að hafa beitt stúlkur frelsissviptingu. Auður er sjálfur 28 ára gamall. Fjöldi fólks hefur á samfélagsmiðlum sakað Auði um ýmislegt misjafnt en hann sjaldan verið nafngreindur. Ýmist hefur verið vísað til landsþekkts tónlistarmanns eða í lagatexta hans. Meðal annars hefur verið vísað í lagið Siðblindur, sem Auður gaf út árið 2018. Auður tísti í byrjun maí hve átakanlegt það sé að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi sé. Tístið fékk misjöfn viðbrögð. Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. — AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021 Hvorki hefur náðst í Auðunn, Steinunni Camillu, umboðsmann hans, né hefur fyrirspurn fréttastofu vegna málsins verið svarað af Þjóðleikhúsinu.
Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira