„Covid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 09:00 Víðir Reynisson minnir á að þegar baráttunni gegn Covid er lokið, svona að mestu, hér á landi muni baráttan færast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni. „Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
„Covid lýkur hvergi fyrr en því lýkur alls staðar. Við verðum að átta okkur á því að við erum hér í júní 2021 að horfa fram á það að vera búin að bólusetja megnið af þjóðinni og sennilega alla þá sem má bólusetja eftir nokkrar vikur, með fyrstu sprautu,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Á sama tíma er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að segja það að ef bólusetningarnar ganga vel alls staðar í heiminum að þá í árslok verðum við búin að bólusetja 10 prósent af mannkyninu. Við berum líka mjög mikla ábyrgð á þessu alþjóðasamfélagið sem við erum þátttakendur í.“ Hann segir auðvitað eðlilegt að við einblínum á okkur sjálf til að byrja með en þegar að allir verði orðnir bólusettir hér á landi muni bardaginn færast út fyrir landsteinana. „Við verðum að taka ábyrgð og taka þátt í að bólusetja í öllum löndum. Við verðum að nýta það bóluefni og fjárhagsmöguleika sem við eigum til þess að aðstoða við það að koma bóluefni til allra þeirra landa þar sem þetta gengur mjög hægt,“ segir Víðir. Hann segir ljóst að takist ekki að bólusetja mikinn meirihluta, og minnst einhverja í öllum samfélögum, sé hætta á að veiran malli einhvers staðar og nýtt afbrigði myndist. „Eins og við erum bara búin að sjá síðasta mánuðinn, þá koma upp nú afbrigði sem menn eru meira að segja að velta fyrir sér hvort bóluefni virkar fyrir. Það virðist nú gera í þeim tilfellum sem við erum að sjá núna en við verðum að halda vöku okkar og halda áfram að taka þátt í alþjóðsamfélaginu og berjast gegn þessu, þó svo að baráttan færist út fyrir okkar landamæri og eitthvert annað.“ Telur engin hópsmit hafa komið upp á útskriftahelginni stóru Nú eru um tvær vikur síðan nýjar tilslakanir tóku gildi og segir Víðir það ráðast á næstu dögum hvort við komumst heil út úr þeim. „Nú eru liðnir fjórtán dagar frá því að við fórum í tilslakanir og við erum ekki farin að sjá neitt bakslag ennþá. Ég held að ef tölur gærdagsins eru eins og mér sýnist þær vera að þá er það mjög jákvætt,“ segir hann. „Síðan þegar við sjáum hverjar tölur dagsins í dag verða þá verðum við komin fram yfir þennan venjulega tíma sem við höfum séð í ferli á smiti eftir þessa fyrstu stóru helgi eftir tilslakanir.“ Hann segir útlit fyrir það að engin fjölmenn hópsmit hafi komið upp helgina eftir tilslakanirnar, þegar fjölmörg ungmenni útskrifuðust úr menntaskóla og skemmtanir voru víða um borgina. „Þessar áhyggjur sem við höfðum af þessari útskriftahelgi að þar var að safnast saman gríðarlega stór hópur ungs fólks sem var ekki búinn að fá bólusetningu. Það fólk sem var mest á ferðinni þar, nýstúdentarnir og árgangarnir þar fyrir ofan voru óbólusetti,“ segir Víðir. „Það er reyndar þannig að mikið af ungu fólki er búið að fá bólusetningu vegna sumarvinnunnar sinnar. Það auðvitað hjálpar til við að slíta keðjuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira