Að vernda virðuleika flóttafólks Toshiki Toma skrifar 8. júní 2021 11:31 Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig getur kirkjan aðstoðað flóttafólk - umsækjendur um alþjóðlega vernd (eða hælisleitendur)? Af hverju ætti hún að gera það? Þessar tvær spurningar eru meginleiðarstef okkar sem störfum á vegum kirkjunnar að málefnum flóttafólks. Ég hef verið í miklum samskiptum við hælisleitendur síðustu ár, sem prestur innflytjenda og flóttafólks, og þess vegna hafa þessar spurningar leitað á mig. Kirkjan hefur margs konar tækifæri til að veita hælisleitendum aðstoð eins og helgihald, bænasamkoma, kristinfræði fyrir fólk sem óskar þess og sálgæsla. En þegar ég velti því fyrir mér hver kjarni þjónustunnar við hælisleitendur síðustu ár hefur verið t.d. hjá mér sjálfum, þá má segja að það sé að hjálpa manneskju að halda í eigin virðuleika.,,Að vera á flótta" er hvorki titill manneskju né tegund. Það er aðeins staða sem mannskja lendir í við ákveðnar aðstæður. Mannneskjan sjálf er óbreytt hvort sem hún er á flótta eða ekki.Engu að síður gæti manneskja glatað sjálfsmynd sína, sálarfriði og virðuleika á meðan hún er á flótta. Flóttafólk tapar heimalandi sínu, skilur oftast eftir fjölskyldu og æskuvini og síðan gæti það fengið margfalda synjun í landi þar sem það sækir um hæli. Það er afar skiljanlegt að manneskja glati eða byrjar að glata trausti á sjálfum sér og eigin virðuleika í slíku ferli. Oftast þjáist fólk á flótta af pirringi, þunglyndi og hefur jafnvel hugmyndir um að skaða sjálft sig. Því er það nauðsynlegt fyrst og fremst fyrir okkur að finna ,,manneskjuna sjálfa" í hinum svokallaða flokki ,,flóttafólks“. Það er mikilvægt að aðstoða manneskju svo að hún geti viðhaldið sjálfstrausti og glati ekki virðuleika sínum. ,,Þú ert mikilvæg manneskja. Virðuleiki þinn breytist ekki hvar sem þú ert." Þetta er kjarni þjónustu minnar við hælisleitendur. Og hér tengist beint við hin spurningin: ,,Hvers vegna á kirkjan að veita hælisleitendum aðstoð?" Kirkjan á að veita aðstoð við hælisleitendur af því að þeir eru manneskjur sem skapaðar voru af Guði, eftir hans mynd. Að vera manneskja er sjálf blessun Guðs óháð hvaða trú viðkomandi aðhyllist eða er trúlaus. Í nútíma samfélagi okkar eru kraftar sem reyna að neita þessari blessun Guðs til sérhverrar manneskju. Slíkur kraftur er t.d. afmennskun. Afmennskun er að neita virðuleika manneskjunnar og sjá þær sem hluti. Afmennskun er oft tengt við fjöldamorð eins og t.d. nasistarnar gerðu við gyðinga og undirmálsfólk í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar maður hagar sér mjög illa gagnvart öðrum, þarf maður að réttlæta framkomu sína með því að hætta að sjá aðra sem manneskjur. En afmennskun er ekki aðeins mál sem tengist fjöldamorðum heldur gerist hún jafnvel í kringum okkur í hversdagslífi okkar. Fyrir tveimur árum mótmæltu hælisleitendur á Austurvelli. Nokkrir þekktir menn eins og fyrrum ráðherra eða alþingismenn töluðu niður þá, og eftir það flæddu ljót orð í garð flóttamanna í samfélagsmiðlunum eins og „hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“ eða „láta hengja sig“. Margt fólk skildi og taldi að það mætti tala svona illa um hælisleitendur af því að leiðtogar samfélgsins töluðu í sama tóni. Nú gerist hið sama enn og aftur. Útlendingastofnun sendir hóp hælisleitenda á götuna. Hugmyndin að baki þessarar aðgerðar er sú: ,,Við megum gera það þegar um hælisleitendur eru að ræða." Formaður Miðflókksins ávarpaði landsþings flokksins um daginn og sagði eins og að hælisleitendur ,,koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“ Með þessu gefur hann í skyn að allir hælisleitendur væru meðlimir glæpasamtaka. Allt slíkt er hluti af tilraun afmennskunar. Með því að tala stöðugt niður ákveðinn hóp fólks í samfélaginu og með því að haga sér við hann á þann hátt sem er allt öðruvísi en við aðra í samfélaginu, reynir viðkomandi að taka mennskuna af ákveðnum hópi fólks. Slíkt er ljót gjörð. Slíkt er hættuleg gjörð. Tilraun afmennskunar er ekki aðeins hættuleg fyrir þær sakir að ákveðinn hópur verður skotmark geranda, heldur tapar gerandi sjálfur eigin mennsku og virðuleika smátt og smátt. Ekki gleyma því. Ég vil að almenningur í íslenska samfélaginu vaki yfir þessari ljótu og hættulegu gjörð og taki sér stöðu gegn henni. Og einnig langar mig að biðja kirkjufólk sérstaklega um að taka baráttuna gegn afmennskunni alvarlega og takast á við hana saman. Málið varðar trú okkar sjálfra. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar