Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Árni Sæberg skrifar 8. júní 2021 12:09 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september. MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þann 17. júlí 2014 fórst farþegaþota Flugfélags Malasíu yfir Úkraínu. Flugvélin var á leið frá Schipol flugvelli í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu, 298 voru um borð og komst enginn lífs af. Fljótlega kom upp grunur um að flugvélin hafi verið skotin niður af herskáum stuðningsmönnum Rússlands í Úkraínu. Hollenska ríkið ákvað að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir gröndun vélarinnar til sakar þar sem meirihluti farþega hennar voru hollenskir ríkisborgarar. Undir venjulegum kringumstæðum ætti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag. Hins vegar beittu Rússar neitunarvaldi sínu, sem fastasæti þeirra í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna veitir þeim, til að koma í veg fyrir að dómstóllinn tæki málið fyrir. Sakborningar verða ekki viðstaddir Rannsóknarnefnd, skipuð fulltrúum þeirra landa hverra ríkisborgarar létust þegar flugi MH17 var grandað, hefur borið kennsl á sakborningana fjóra. Þrír þeirra eru rússneskir, Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, en einn er úkraínskur, Leonid Kharchenko. Sakborningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin og aðeins einn þeirra, Pulatov, heldur uppi vörnum í málinu. Hann neitar alfarið sök. Aðalmeðferðin sem hófst í gær mun einungis felast í yfirferð sönnunargagna enda er hvorki hægt að taka skýrslur af vitnum né sakborningum. Fjölskyldum fórnarlambanna verður gefið tækifæri til að ávarpa dómstólinn í september.
MH17 Fréttir af flugi Úkraína Holland Rússland Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira